Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 84
78
Theodór Friðriksson:
IÐUNN:
Einn hásetinn — Jón að nafni — stóð aftarlega á
þilfarinu og var orðinn rjóður og sveittur, enda hafði
hann ekki dregið af sér við að koma lóðinni í sjó-
inn. En nú stóð hann þarna líka sigri hrósandi yfir
því að hafa verið fyrstur að því þá um morguninn.
það blæddi dálítið úr flngrunum á Jóni. Önglarnir
höfðu stungist inn í hendurnar á lionum í þessum
hamagangi. En hann virtist lítið liirða urn það. Hann
hristi að eins hendurnar við og við eða saug úr þeim
blóðið.
Jón var kominn um fertugt. En eftir útlitinu að
dæma virtist hann vera miklu yngri. Hann var hold-
ugur, en vel vaxinn, mikill um brjóst og herðar.
Dökkur var hann á liár, með módökk, greindarleg
augu og fallegur á hnakkann.
Jón stóð keipréltur og andaði að sér hreinu sjáv-
arloftinu. Hann var í háum, vel hirtum stígvélum,
en hafði brotið þau niður um hnén. Hann var snögg-
klæddur, á dökkblárri peysu með uppbrolnum erm-
um, og berhöfðaður.
Jón var talinn einn af beztu háselunum í firðinum,.
og margir formenn höfðu sózt eftir að fá liann um
vorið. Birni formanni þótti lika vænst um Jón af
hásetum sinum. Björn formaður var nýgenginn frá
stýrinu, niður að drekka kaffi.
Jón stóð uppi við vélrúmið, og kaffilyktina lagði
beint í vitin á honum. Hann þverlagði slýrið, og
báturinn fór ofurhægl hringinn í kring um duflið.
Jón hafði nákvæmar gætur á bátum þeim og skip-
um, er í nálægð voru. Jafnframl leit hann eftir því,
að vélin væri í Iagi og að alt væri í röð og reglu á
þilfarinu, áður en hann færi niður.
Nú var kallað á Jón að drekka kaffi, og hann fór
niður. Hásetarnir sögðu, að þetta væri það bezta
kaffi, sem þeir hefðu smakkað. Svo skriðu þeir upj>
í rúm sín og fóru að reykja.