Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Page 86
80
Theodór Friöriksson:
IÐUNN
hugsað sér ástina öðruvísi. En nú var hann kominn
á aðra skoðun, og nú fann hann, að ástin gat verið
hrein og göfug.
Jón var búinn að vera átján ár sjómaður. Hann
var mjög lítið heima hjá konunni og börnunum. Nú
voru börnin farin að stálpast, og honum leið vel í
efnalegu tilliti. Jón fór nú að hugsa um lijónaband
sitt; hann þekti svo mörg af sama tæi. Hann var
marg-oft búinn að telja sér trú um það, að kald-
lyndið væri það eina, sem gæti lijálpað manni í líf-
inu, einkum í hjónabandinu, og viðkvæmar tilfinn-
ingar áleit hann aumingjaskap. Hann hafði oft verið
í kátum félagsskap, bæði innan lands og utan; oft
hafði hann dansað við fallegar stúlkur, en aldrei
svo mikið sem ylnað um lijartaræturnar. Og er hann
festi sér konuna, hafði hann strengt þess heit að
reynast góður drengur. Hann hafði fylgt þeirri skoðun,
eins í hjónabandinu, að halda fast við skylduna, hvað
sem það kostaði. En alt þetta var hægar sagt en gert,
og Jóni fanst nú, sem sér færi að verða það full-
keypt.
Hann gekk fram og aftur um þilfarið þungum
skrefum. F*að lét hátt í vélinni, eins og báturinn væri
barinn innan með sleggju, og hann heyrði hvininn
af hjarlslættinum í sjálfum sér. Jón leit til himins
og bað guð að hjálpa sér. Hann hafði ekki beðið í
mörg ár, en honum fanst nú sem hann fyndi ein-
hvern yl og styrk í sólargeislunum, sem léku um
hann.
Jóni fanst nú sem hann yrði að gera upp reikn-
inginn milli sín og konunnar. Hann hafði flanað að
því að bindast stúlku; þau voru bæði ung. Hún
hafði orðið þunguð af hans völdum; en þegar svo
var komið, hafði hann vakið máls á því við hana,
hvort þau ættu ekki að hælta við, þó svona stæði
á. Enn stóð honum fyrir hugskotssjónum augnatillit