Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Page 89
iðunn
f meinum.
83
stórhópuni til þess að taka þátt i glaðværðinni.
Margir bæði stóðu og sátu fjær, spjölluðu saman og
fiorfðu á dansinn. Tveir miðaldra menn sátu afsíðis
á bakkanum. Þeir voru báðir vel til fara og reyktu
vindla.
— Hvernig lízt þér á? — spurði Grímur. — Það
verður sjálfsagt fjörugt hjá því, þegar á líður. —
Hann taldi fjörutíu »pör«, sem farin voru að dansa.
— Mér lízt ekki neinn veginn á það nú fremur
venju, — sagði Jón og hafði ekki augun af hópnum
niðri frá.
— Eigum við ekki að koma héðan og fara að
dansa, heldur en að sitja hér eins og hrafnar —
tnælti Grímur og brosti.
— Nei, — svaraði Jóu. — Eg hefi enga ánægju
af því. Það er af sú tíð, sem það var; nú get ég
ekki skemt mér við það lengur. —
Grímur leit á félaga sinn og sá, að honura bjó
annað í hug. Hann var forviða á þeirri breytingu,
sem orðin var á félaga hans seinni hluta sumars.
— Við verðum þó að reyna að hrista af okkur
ólundina í svona góðu veðri; við megum ekki setj-
ast í sekk og ösku, þótt eitthvað gangi á móti okkur
í lífinu. Og mér finst, að það þuríi nú ekki að hafa
nein alvarleg eftirköst, þó við snúum okkur með
slúlku í fanginu. Sjáðu nú til! Þarna er það farið
að dansa »lancier«. Sveinn í Garði dansar skrainb-
ans ári laglega. Hann lærði hjá frú Stefaníu. Og
hún Hildur, hvað hún er falleg. Hún ætti skilið að
heila sdrotning fjarðarins«. Eg vildi, að ég ætti eins
mörg sterlingspund eins og piltarnir hafa oft orðið
skotnir í henni. —
— Fríðleikurinn er nú fyrir sig, — svaraði Jón;
— liann verður ekki alt af jafn-giftudrjúgur í lífinu.
Iiann er ungu stúlkunum eins konar gylling, sem
máist af í lífinu og veraldarvolkinu. Hefirðu tekið