Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Síða 96
90
. Guðm. G. Bárðarson:
IÐUNN
Þó hafa aldursákvarðanir þessara tíma reynst ærið
örðugar viðfangs.
Margar leiðir hafa verið reyndar til að ákveða í
árum tímann, sem liðinn er frá vetrinum mikla,
þegar hjarnfannir jökultímans (ísaldarinnar) náðu í
Evrópu suður á Holland og Þjóðverjaland og í
Norður-Ameríku alla leið suður i Bandaríki. Ætla
ég hér að skýra frá nokkrum tilraunum í þessa átt.
Einna mesta eftirtekt vakti um skeið tíinatalskenn-
ing eflir skozkan jarðfræðing, James Croll, er tengd
var við nýja skýringu á orsökum jökultímans, er
hann birti 1875. Kenningu sina bygði hann á breyt-
ingum, sem verða á hringskekkju (eccentriciietj jarð-
brautarinnar og svo nefndri framsókn (prœcession)
jafndægrapunktanna1). — Hringskekkja jarðbrautar-
innar vex og minkar á afarlöngu timabili; við það
verður sporbaugslögun jarðbrautarinnar ýmist meiri
eða minni en hún nú er. f*egar hringskekkjan er
mest, verður vegalengdin milli sólar og jarðar, þegar
jörðin er í sólfirð (aphelionj, miklu meiri en nú; en
aftur á móti gengur jörðin nær sólu, þegar hún er í
sólnánd (perhelion), heldur en nú á tímum. — Fram-
sókn jafndægrapunktanna er í því fólgin, að jörðin
ár eftir ár er ekki stödd á sömu stöðum á braut
sinni þær stundir, sem jafndægur eru; jafndægra-
stundirnar ár hvert á jörðin ófarinn spöl, sem svarar
50 sekúndum af brautarhring sínum til þess að vera
komin á sömu staði og hún var stödd jafndægra-
stundirnar árið á undan. Á sama hátt færast og sól-
slöðupunktarnir til á jarðbrautinni ár hvert. Aíleið-
ingin verður sú, að stundir þær, sem jörðin er í sól-
nánd og sólfirð, færast smám saman til á árinu.
Breytingar þessar eru hægfara og endurtakast á tæpu
2(5 þús. ára timabili. Nú er jörð í sólnánd um nýárs-
1) Sjá: Sljönu'.fræöi cílir Björn Jensson, Rvik 18S9.