Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Side 99
Jðunn
Tímatal í jarðfræðinni.
93
Hitt þykir sennilegra, að hlýviðristímabilin, þegar
jarðöxulshallinn var mestur, hafi átt nokkurn þátt í
oyðingu jöklanna við lok jökultímans. En rannsóknir
síðustu ára samrýmast illa við þá ætlun Ekholms,
að 48 þús. ár séu liðin, síðan jöklarnir tóku að
eyðast, en sanni nær, að hlýviðrisskeiðið fyrir 9 þús.
árum hafi ef til vill átt nokkurn þátt í eyðingu jökl-
anna á Norðurlöndum.
Reynt hefir verið að reikna aldur ýmissa jarðlaga,
«r myndast hafa í norðlægum löndum, eftir að jökl-
arnir hurfu þaðan, og að telja tímana eftir því, hve
<ijúp spor árnar og brimöldur hafsins hafa náð að
marka í berglög þau, sem þau hafa náð til, miðað
við núverandi atorku þeirra.
Mórinn í hinum fornu jökulhéruðum er myndaður
eftir að jöklarnir hurfu þaðan. Á Norðurlöndum og
viðar hafa menn reynt að finna, hve hratt mórinn
myndast, t. d. hve þykk lög myndist á öld. Á þeim
grundvelli hefir norskur jarðfræðingur, Andr. M. Han-
sen, áætlað aldur mósins í ýmsum mýrum í Noregi
og talið, að mólögin hafi byrjað að myndast fyrir
hér um bil 10 þús. árum. En slíkar getgátur eru
mjög í lausu lofti, því margreynt er, að mórinn
myndast mjög mishratt.
í mómýrum á írlandi hefir jarðfræðingur að nafni
Kinahan þózt finna lagskiftingu, er svari til árafjöld-
ans, er mórinn var að myndast. Reiknaðist honum,
að lög þessi efst í mónum væru 3—4 mm á þykt, en
neðst, þar sem mórinn var þéttastur, */*—V* mm.
Óvist þykir, að slík lagskifting í mó sé háð árstíða-
skiftunum, svo vart mun mega byggja tímareikning
á slíkum athugunum.
Víða hafa menn bæði hér í álfu og í Ameríku
veiknað út efnismagn leirs, malar og sands, er ýmsar
ár hafa safnað við mynni sitt, og borið saman við
það, sem árnar nú bera til sjávar. Hafa þeir svo