Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Qupperneq 105
iðunn
Tímatal í jarðfræðinni.
99
ákveðnu lagi frá einum mælistað til annars. En þess
var ekki að vænta, að tengilög yrðu þannig rakin
milli mælistaða nema á takmörkuðum svæðum, því
"víðast voru lögin meira og minna sundur slitin og
þau máð burtu á köílum.
Til þess að feta sig yfir slíkar eyður fann De Geer
aðra leið. Á þrem stöðum í nánd við Stokkhólm, er
lágu um 170 m hver frá öðrum, hafði hann talið og
mælt leirhvörfin í réttri röð eins og þau lágu í leirn-
Bm og teiknað á blað þverskurð laganna, er sýndi
þykt leirhvarfanna í réttri röð. Kom þá í ljós, að
leirhvöríin voru algerlega samsvarandi á öllum stöð-
unum, röð og þykt hvarfanna á öllum stöðunum hin
sama, svo auðsætt var, hver saman áttu. Taldi De
Geer þá líklegt, að frekari rannsóknir myndu leiða í
ljós, að hægt yrði að fmna samhengi milli leirþver-
skurða, er lægju í nokkurri fjarlægð hver frá öðrum,
þó eigi væri að finna óslitin árshvörf milli þeirra
til að feta sig eftir, með samanburði á hvarfþykt
þverskurðanna. 20 árum siðar (1904) fékk hann
tækifæri til að mæla leirþverskurð 1 km frá þeim
stöðum, er áður voru taldir. Kom þá í ljós, að röð
og þykt leirhvarfanna var hin sama þar, reiknað
frá botnlaginu (jökulruðningnum) upp eftir.
Nú hóf De Geer leirrannsóknir sínar fyrir alvöru.
Vildi svo vel til, að þá var mikið reist af húsum í
Stokkhólmi og nágrenninu. Hvar sem graíið var fyrir
grunni eða rótað við hvaríleirnum á annan hátt,
kannaði hann þverskurðina og taldi og mældi árs-
hvörfin og teiknaði þverskurði af þeim. Bar hann
síðan saman hina ýmsu þverskurði og tókst á þann
hátt að íinna rétt samhengi þeirra. þá um hauslið
(1904) lauk hann við kort, er hann bygði á þessum
Oiælingum, er sýndi, hvernig jökuljaðarinn hefði smá-
ferst norður eftir landsvæðinu, er borgin stendur á
°g nágrenni hennar. Sýndi það, að jökuljaðarinn