Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Side 110
104
Á. H. B.:
IÐUNM
minni við sögu mannsandans, get ég litið svo ró-
legum augum á alla þá oftrú, sem nú á sér stað hér
á landi. lig þykist vita, að menn fari að ranka við
sér aftur, senn hvað líður, og fari að virða alt þetta
fyrir sér með rósemi og stillingu.
En af þessu leiðir líka það, að ég á svo bágt með
að dýrka »tímans guði«; og þótt »Tímans menn«
ausi mig fyrir þetta auri og óhróðri, verð ég að
reyna að sætta mig við það. Ég liorli lengra fram
og bíð átekta um úrslit samvizkusamra rannsókna,
reiðubúinn til þess að beygja mig fyrir niðurstöðu
þeirra. En ílani manna og fullyrðingum beygi ég
mig ekki fyrir. Sannleikurinn er að vísu til, en hann
er enn ófundinn.
Hæst helir andatrúar-aldan hér á landi risið í bók
Einars H. Iívarans rithöfundar: Trú og sannanir.
Er það safn fyrirlestra þeirra um dulræn efni, sem
hann hefir ílutt öðru hvoru síðustu 15 árin bæði hér
í Reykjavík og annarsstaðar á landinu.
Talsverðrar varfærni gætir í fyrri helmingi bókar-
innar, og höf. fullyrðir ekki neitt, þótt sýnilegt sé, á
hvora sveiíina hann hallast. En er dregur frarn í
miðja bókina, fer hann að verða ákveðnari í full-
yrðingum sínum, og á bls. 235 kastar alveg tólf-
unum, enda má þar lesa meginkjarnann úr »anda-
trúarjátningu« hans.
Höf. tekur það fram í formálanum, að hann geti
ekki gert grein fyrir heimildum sínum, hafi — »sjaldn-
ast gætt þess að ritfesta staðinn«. Er þetta bagalegt
fyrir þá, sem eftir vilja leita, einkum þar sem um
hinar svonefndu »sannanir« höf. er að ræða.
Fyrsti lesturinn ræðir um trú og vantrú. Gagn-
rýnir höf. þar frásagnir nýja-testamentisins um upp-
risu Krists og kemst að þeirri niðurstöðu, að þær