Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 113
liÐUNN
Trú og sannanir.
107
andatrúartilgátunni fram við tvær síðustu sögurnar,
en tekur sig þó aftur á.
Annað erindið ræðir um dularfullar líkamlegar
iækningar, og er það undir eins mun varkuga-
verðara, enda tekur höf. það fram þar, að hann ætli
sér ekki að veita neina »nákvæma fræðslu« (bls. 73).
Fyrst drepur hann á kynjalækningarnar í Lourdes,
skýrir síðan frá þeim helga manni Jóni SergeieíT
hinum rússneska og máttarverkum hans og loks frá
Christian Scientists í Ameríku, er hann nefnir »kristna
náttúrufræðinga«. Mundi víst margur náttúrufræðing-
urinn heldur vilja skafa af sér náttúrufræðingsheitið
en að vera talinn samnafni þessara manna, því að
þeir stunda alls ekki náttúrufræði, heldur kynjalækn-
ingar — »kynja-kristna« mætti því heldur nefna þá.
Höf. fullyrðir t. d. eftir »merku og vönduðu« ame-
rísku tímariti (bls. 88—91), að þeir geti læknað bein-
brot, tæringu og jafnvel banvænt lcrabbamein á ör-
stuttum tíma, svo að nú fer trúgirni hans að færast
í aukana, og manni fer að skiljast, þótt hann og fé-
lagar hans geti trúað ýmsu. Manneskjan með krabba-
meinið virtist vera látin, en batnaði þó meðalalausl
á örfáum dögum.
Þriðja erindið ræðir um sálarlækningar, og þar
hrestur höf. sýnilega enn meira á þekkinguna. Ekki
þó svo að skilja, að hann viti ekki deili á hinum
dulrænu amerísku stefnum af þessu tægi: Nýhyggju,
Hugarheilbrigðis-stefnu og Huglækninga-stefnu, sem
allar hafa þann sannleikskjarna í sér fólginn, að vilji
manna og trú geti afrekað mikið. En þekkinguna
brestur hann á því, sem nútímavísindin hafa til
brunns að bera í þessu efni, og mundi þó all’ara-
sælla að leita til þeirra bæði um lækningar og skýr-
ingar á þessum fyrirbrigðum en til ensk-amerískra
límarita. Vísindin básúna það ekki út á strætum og
^atnamótum, sem þau afreka, en sjálfsagt skiftir tala