Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 114
108
Á. H. B.:
IÐUNN!
þeirra manna þúsundum í öllum löndum — nema á
íslandi, þar sem fæstir fá þeirra meina bót, — er
læknast hafa af alls konar sálarkvillum, geðveiki og
brjálsemi fyrir hina svonefndu sálargrenslan (psycho-
analysisj og aðrar þær lækningaaðferðir, sem henni
eru samfara. En á þetta minnist höf. ekki einu orði,.
þekkir það vísast ekki. Og þó er þessi grein sálar-
fræðinnar einmitt sprottin upp af kenningunni um
hina svonefndu »undirvitund« og »skiftivitundir« og.
stendur í nánu sambandi við »persónuskiftin«, sem
höf. vísast heldur ekki vill kannast við öðruvísi en
sem andatrúar-fyrirbrigði. En vísindin virðast nú
einmitt vera að ná nokkrum skilningi á þessum per-
sónuskiftum, og líður ef til vill ekki á mjög löngu,.
áður en þau fara að geta skýrt uppruna þeirra. Þau
standa í svo nánu sambandi við önnur fyrirbrigði, t,
d. »svefnreikið« svonefnda (somnambulism), sem menn
eru farnir að geta skýrt og grafist fyrir orsakirnar að.1)
Svo litur helzt út fyrir sem höf. í lestrunum um
»mátt mannsandans« sé að leita fyrir sér í alls konar
dulvísi og dultrú til þess bæði að fmna sinni eigin
trúhneigð hæfilegan stað til þess að hreiðra sig í og.
undirbúa jarðveginn fyrir útsæði sitt í hugum ann-
ara. En nú verður stefnan yfir í andatrúna ákveðn-
ari í tveim næstu lestrunum. Raunar er höf. enn
mjög varfærinn í fyrra erindinu »Draumar«, enda
gerir hann þar bæði sér og öðrum skýra grein hinnar
vísindalegu meðferðar á þessum og öðrum dular-
fullum fyrirbrigðum (á bls. 162—63). Hefði verið
óskandi, að hann hefði haldið fast við það sjónar-
mið alla bókina á enda að skýra alt, sein skýra má,
með eðlilegum hætti og leita ekki á náðir hins yfir-
náttúrlega fyr en alt annað þrýtur. Petta var sú
1) Koris Siriis telur í grein frá 1913 (i Proceedings) sömu orsakir aft
þeim og ég í grein minni i »Iðunni« i fyrra, einkum þó lamanrii til-
finningar.