Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 115
IXÐUNN
Trú og sannanir.
109
regla, sem ég leyfði mér að benda andatrúarmönnum
á í ritlingi þeim »Andatrúin krufin«, er höf. hefir nú
þóknast að nefna »rokna vitleysu«. Er þó gott til
þess að vita, að hann samsinnir henni hér.
í draumskýringunum byggir höf. aðallega á Myers,
á undirvitundar- og fjarhrifa-skýringunum, en virðist
aftur á móti ekki hafa hugmynd um sumar hinar
nýrri draumskýringar (t. d. þeirra Freud’s og Jung’s)
um draumana sem »óska-uppfyllingu« eða »bráða-
birgðalausn« á því sálarástandi, sem maður er í,
enda eru þessar draum-skýringar vísast ekki nógu
dulrænar fyrir höf., þótt hann þekti þær. Og var-
færnin fer nú að fara af höf., einmitt þar sem hún
-ætti að vera mest, við dularfylsta fyrirbrigðið, fyrir-
boðana. Þar snýr höf. alveg við blaðinu og fer að
hafa tómar fullyrðingar í frammi.
Forspilið að andatrúar-boðuninni liefst einmitt í
fyrirlestrinum »Dularfylsta fyrirbrigðið« (1915).
Fyrirlesturinn hefst á dýrðardrápu um Stead ritstjóra,
aðallæriföður höf. og þeirra félaga um mörg ár í
Review of Review's — þessu læsilega, en ekki sérlega
vandaða enska tímariti, sem hefir lengi verið og er
líklega enn einhver helzta fræðilind Rejdcjavíkurbúa.
Síðan lýsir höf. fyrirboðum þeim, sem fyrir Stead
áttu að hafa borið (sbr. íðunni, 1916). Og svo er
farið að leita að skýringum. En »skýringin« er fundin
með því að hlaða gátu á gátu ofan, láta »anda« og
»vitsmunaöíl«, sem menn vitanlega þekkja ekki, en
trúa að séu til, skýra það, sem í raun réttri er lítt
skiljanlegt nema út frá sjónarmiði forlagatrúarmanna,
er hugsa sér, að alt sé fyrir frarn ákveðið, að menn
geti séð og sagt fyrir óorðna hluli. Ekkert af hug-
boðum Stead’s var nú svo ugglaust og ákveðið, að
það yrði ekki lagt út nema á einn veg, — enda
skýrði hann þau sjálfur í fyrstu stundum alt öðru
vísi, og því eru þetta í strangasta skilningi engir