Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 118
112
A. H. 13.:
IÐUNN
konar þekking að ræða og á öðrum sviðum visind-
anna og mannlífsins. Og ég skal reyna að færa sönnur
á, að »þekking« sú, sem spíritistar miklast af, sé mest-
megnis, að minsta kosti enn sem komið er, — »hug-
rænt trúaratriði«. Ég skal enn fremur leyfa mér að
benda á, að »andatrúin« er í eðli sínu mjög »skyld
þeirri trúarreynslu, sem meginið af kirkjunnar mönn-
um heldur að mannkyninu nú á dögum«, sbr. fyrsta
fyrirlestur höf. um »sannanirnar« fyrir upprisu Krists
og um »endurholdgun« Iíatie King, svo og margt
annað í bókinni, og að hún því er mjög »háð« sams
konar trúarskoðun, trúir á »annan heim«, »annað
líf« o. s. frv. Og þvert á móti því, sem höf. segir
þarna, en í samræmi við það, sem hann heldur fram
víðast hvar annarsstaðar í bókinni, eru fyrirbrigði
þau, sem andatrúin er að reyna að styðjast við, svo
flókin og enn svo torskilin og torskýrð, að ekki eru
nema sárafáir og helzt sérfræðingar einir, sem geta
aflað sér sæmilegrar þekkingar og skilnings á þeim.
En »sannanir« þær, sem hingað til hefir verið reynt
að færa fyrir andatrúnni, eru alls ekki sama eðlis
og svo nefndar vísindalegar sannanir; mun ég leggja
aðaláherzluna á að sýna fram á þetta.
Hvað er það þá, sem alment er kallað fullkomin
vísindaleg sönnnun? Það er í fáum orðum sönnun,
sem er vottfest í báða enda; það er orsakarskýring,
þar sem bæði orsök og verkun eru svo vel vottaðar
staðreyndir, að engum öðrum orsökum eða verk-
unum getur verið til að dreifa.
En svo að mönnum skiljist þetta fyllilega, skulum
við taka einfalt dæmi og líta um leið á myndina,
sem hér er dregin upp.
Hugsum okkur þá tvær loftskeytastöðvar A og B.
Við sendistöðina, A, eru þrír menn, símamaður, er
sendir skeytið, og, segjum, tveir vitundarvottar með
markúr 1 höndum, er volla bæði efni skeytisins og