Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Qupperneq 120
114
Á. H. B.:
IÐONN
allar fullyrðingar um, hvað þar eigi sér stað og þaðan
komi, að eins hugrænar (subjektivar) staðhæfingar,
en ekki hlutrænn (objekliv) veruleiki. Ég get gengið
úr skugga um tilveru jarðnesku stöðvanna með því
að ferðast þangað og koma síðan heim aftur, en frá
»himnastöðvunum« á enginn maður afturkvæmt.
Slíkt skeyti yrði því aldrei vottfest nema í annan
endann, haltraði svo að segja á einum fæti; mætti
votta, hvar það hefði komið niður og hver hefði
tekið á móti því, en ekki, hvaðan það væri komið.
Nú gildir nákvæmlega það sama um »hugskeytin«
og uin loftskeytin. Hugskeyti milli lifandi manna,
tveggja eða íleiri, má vottfesta í báða enda; en hug-
skeyti, sem tjáir sig koma frá »öðrum heimi«, verður
aldrei vottfest nema í annan endann, að það hafi
komið af vörum eða í ósjálfráðri skrift einhvers nafn-
greinds miðils.
Jþað er því, eins og sjá má af þessu, mikill munur
á venjulegum vísindalegum sönnunum og svonefndum
»andatrúar-sönnunum«. Vísindasönnunin, ef hún er
fullkomin, er vottfest í báða enda af jarðneskum,
lifandi mönnum; en »andatrúar-sönnunin« verður
aldrei vottfest nema í annan endann, þann, sem að
okkur snýr, en aldrei i hinn, þann, sem liggur yfir í
annan heim. Eg sé nú ekki annað en að þetta hljóti
að vera hverjum manni Ijóst, sem liugsar nokkuð
um þetta og er ekki búinn að láta trúna blinda sig.
En þótt nú aldrei verði færðar fullar sönnur á
staðhæfingar andatrúarmanna og andatrúin því sam-
kvæmt insta eðli sínu og sönnunargögnum geti naum-
ast nokkuru sinni orðið annað en trú, þá er ekki þar
með sagt, að ekki megi færa rneiri eða minni líkur
ýmist fyrir eða gegn sannleiksgildi hennar. En þá er
að sjálfsögðu að beila þeirri aðferð við hin svonefndu
spíritistisku fyrirbrigði, sem beitt er við öll önnur
ókunn og óskýrð fyrirbrigði, aðferð þeirri, sem ég