Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Síða 122
116
Á. H. B.:
IÐUNN
En lítum nú, áður en lengra er haldið, á »sann-
anir« höf. sjálfs fyrir andatrúnni. Þær eru taldar
fram í fyrirlestri hans »Um sannanir« (bls. 305
o. s.), og eru þessar helztar: Þjóðtrúin — sögur af
Swedenborg — fjarhrifiin — víxlskeytin — langvar-
andi áhrif frá öðrum heimi og hin svonefndu »fýs-
isku« fyrirbrigði (fjarspyrna, holdgunarfyrirbrigði) o.
s. frv. Kemur þegar í Ijós, er maður lítur yfir flokkun
þessa, að höf. er sér ekki fyllilega meðvitandi, hvað
sönnun er, og því notar hann orðið »sönnun« ýmist
í merkingunni trú, munnmælasaga, sönnunargagn eða
eins og vera ber í merkingunni orsakarskýring. Orðið
»sannleikur« og önnur slagorð hans hafa álíka óá-
kveðna merkingu, og sýnir það, að höf. er frekar
tilfinningamaður en verulegur athyggjumaður. En
sleppum því og lítum nú á helztu »sannanir« hans.
Fyrst er þjóðtrúin, trúin á drauga og afturgöngur
o. s. frv. Það er nú alveg nýtt að vilja sanna eina
trúna með annari, en það sýnir þó, að hún telur sig
sama eðlis, þvert ofan í það, sem liöf. hefir áður
haldið fram. En eigi nú að fara að færa sönnur á
andatrúna með því, að menn hafi alment trúað á
drauga o. þvíl., þá fæst aldrei önnur sönnun upp úr
því fyrir andatrúna en sú, sem skýrleikskarl einn í
Borgarfirðinum fann, er hann sagði, að sér virtist
svo sem andatrúin væri ekki annað en — »reform-
eruð draugatrú«.
Þá er sagan um Swedenborg og frú Marteville. Ég
þekki ekki aðra heimild fyrir henni en Kant, og
Myers tilfærir heldur ekki aðra heimild fyrir henni
(sbr. Human Personality, Vol. II, p. 569, 936 A).
En höf. gerir úr þessu langa og flókna andatrúar-
sögu, án þess þó að tilgreina nokkrar heimildir.
Sagan hjá Kant liljóðar eftir fruinúlgáfunni á þessa
leið:
»Eftirfarandi sögur hvíla ekki á annari heimild en