Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Side 123
IÐUNN
Trú og sannanir.
117
almennum munnmælum, sem hafa lítið sönnunar-
gildi. Frú Marteville, ekkja hollenzks sendiherra við
sænsku hirðina, var krafln um eftirstöðvar af skuld
fyrir silfurborðbúnað af eríingjum gullsmiðs nokkurs.
Konan, sem vissi, hversu maður hennar sál. hafði
verið reglusamur í viðskiftum, var þess fullviss, að
hann hefði lokið skuldinni þegar í lifanda lífi, en
hún fann engar sönnur fyrir þessu í hinum eftirlátnu
skjölum hans. Nú er konan einkar-hneigð fyrir að
trúa á spásagnir, draumráðningar og aðra kynlega
hluti. Hún sagði því herra Swedenborg frá vand-
ræðum sínum og bað hann, ef það væri satt, sem
um hann væri sagt, að hann stæði í sambandi við
framliðna, að leita vitneskju um það hjá hinum
framliðna manni sinum, hvernig á þessari skulda-
kröfu stæði. Herra Swedenborg lofaði að gera þetta
og skýrði henni frá því nokkrum dögum síðar á
heimili hennar, að hann hefði aflað sér hinnar um-
beðnu vitneskju, að leynihólf vær í skáp einum, sem
hann benti á og hún hélt sig hafa tæmt að fullu,
þar sem hinar nauðsynlegu kvittanir lægju. Nú var
þegar leitað eftir tilvísun hans, og fundust þá auk
hinna hollenzku leyni-bréfaskifta kvittanir þær, sem
ónýttu að fullu skuldakröfur þær, sem gerðar höfðu
verið.« (Sbr.: Tráume eines Geistersehers, 1766, bls.
86.)
Svona hljóðar sagan lijá Kant, og segist hann segja
þessa og aðrar sögur af Swedenborg til þess að varna
því, að munnmælin verði eftir svo og svo mörg ár
gerð að hreinni og beinni sönnun. Eftir frásögn Kants
og venjulegum vísindaaðferðum má nú skýra sögu
þessa, ef hún er sönn, með því, að Swedenborg hafi
með fjarskygni séð leyniliólfið í skápnum og kvitt-
anirnar í því. En að hverju verður svo sagan hjá
E. H. K.? Mjög svo ilókinni andatrúarsögu, þar sem
hinn framliðni birtist fyrst Swedenborg — í svefni