Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 124
118
Á. H. B.:
IÐUNN
þó — og flýtir sér svo til konu sinnar og segir henni
alt af létta. Sagan verður óneitanlega skemtilegri með
þessu móti og veigameiri fyrir málstað andatrúar-
manna. En ég vil nú alvarlega skora á höf. að til-
greina fullgildar heimildir fyrir þessari útgáfu sög-
unnar og sýna fram á, að hún sé sannari en hin;
annars er hætt við, að menn líti svo á sem spá
Kants hafi ræzt, og að nú sé búið að gera munn-
mælasögu þessa eftir hæfilega langan tíma og í hæfi-
lega mikilli fjarlægð að »hreinni og beinni »sönnun«.
Höf. verður að rekja lieimildir sínar til róta, ef þetta
á ekki að álítast hreinn og beinn skáldskapur.
Þá kemur að hinum öðrum sönnunargögnum anda-
trúarmanna, sem nær okkur liggja, en eru svo flókin
og margþætt, að þeim verður að lýsa í sérstökum
greinum, en það eru aðallega hin svonefndu líkam-
legu fyrirbrigði, fjarhrifin og vixlskeytin. Hinum
»langvinnu áhrifum frá öðrum heimi« sleppi ég, af
þvi að þau eru ekki enn viðurkend jafnvel ekki af
andatrúarmönnum — nema forgöngumönnunum hér!
— og hvíla eins og fleira hjá Hyslop á fljótfærni.
Hann veit það sýnilega ekki, að persónugervingar
þeir, sem myndast við persónuskifti, mótast mjög
svo hæglega eftir því, sem maðurinn sjálfur eða þeir,
sem hann umgengst, gerir sér í hugarlund, án þess
að maður þurfi að gera ráð fyrir hvort heldur skamm-
vinnum eða langvinnum áhrifum frá öðrum heimi.
En þá er að líta á hin fyrirbrigðin, að hve miklu
leyti þau verði skýrð með eðlilegum liætti og á venju-
lega veraldarvísu, og að hve miklu eða litlu leyti þau
bendi út yfir þelta líf. Hér er um svo eríitt og flókið
mál að ræða, að það verður ekki útrætt, svo í nokkru
lagi sé, í einni stuttri grein, heldur mætti rita um
þetta jafnmörg bindi og tegundir fyrirbrigðanna eru.
En eins og menn vita eru fyrirbrigði þessi ýmist
líkamlegs eða andlegs eðlis, og virðist mega fram-