Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 125
iðunn
Trú og sannanir.
119
leiða þau og þar af leiðandi skýra þau á mismun-
andi hátt, með dáleiðslu, með sefjan, ýmist frá sjálf-
um manninum eða öðrum o. fl. En skýringarmögu-
leikar þeir, sem hugsanlegir eru og menn hafa reynt
að beita, eru helzt þessir:
1„ að fyrirbrigðin geti stafað af sjálfráðum eða
ósjálfráðum prettum miðilsins eða annara.
2., að þau stafi af einhverjum lítt þektum öflum
eða starfsháttum i líkama eða sál miðilsins sjálfs.
3., að þau stafi af einhvers konar samstarfi mið-
ilsins við aðra lifandi menn, og
4., að þau stafi að einhverju eða öllu leyti af
áhrifum og starfsemi framliðinna.
Af þessu leiðir nú hina einu réttu vísindalegu að-
ferð á meðferð þessara fyrirbrigða: 1., að tryggja sér
það fyrst og fremst, að ekki geti veriö um nein sjálf-
ráð eða ósjálfráð svik eða blekkingar að ræða, og er
það örðugra en margur hyggur, því að sjálf trúgirnin
blekkir menn svo ótrúlega; þeir sjá helzt það, sem
þeir vilja sjá, en sést jafnaðarlegast yfir hitt. 2., að
reyna að grafast fyrir um það, hvað og hversu mikið
geti stafað af efnum þeim, öflum og starfsháttum,
sem með miðlinum búa, 3., hvað kunni að stafa frá
öðrum lifandi mönnum, og Ioks 4., sem þrautalend-
ing, hvað það sé, sem trauðlega verði skýrt á annan
hátt en með andatrúartilgátunni um áhrif frá öðrum
heimi.
Nú munu allir skilja, sem gera sér nokkura grein
fyrir þessum fyrirbrigðum, hversu erfitt það muni
vera að kanna þau til grunna. Þeir, sem nokkuð
hafa lesið um þessar rannsóknir, vita, hversu örð-
ugt hefir verið að haga tilraunaskilyrðunum svo, að
enginn grunur gæti komist að um pretti eða blekk-
ingar af hálfu miðilsins eða annara, þar sem til-
raunafundir eru venjulegast haldnir í hálfdimmu eða
myrkri; hversu ilt er að grafa fyrir rætur hinna lík-