Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 126
120
Á. H. B.:
IÐUNN
amlegu og andlegu fyrirbrigða, hinna líkamlegu fyrir-
brigða fyrir það, að menn mega ekki taka nægilega
föstum tökum á þvi og rannsaka það nógu gaum-
gæfilega, sem frá miðlinum kemur; andlegu fyrir-
brigðin fyrir það, hversu menn vita lítið um, hvað
leynst getur í undirvitund miðilsins (sem dulminni)
Og hvað hann getur slætt upp úr hugum annara,
viðstaddra manna og fjarstaddra, en það er tíðast
það, sem leynist í undirvitund þeirra, síður hitt, sem
er efst á baugi í hugum þeirra; og loks kemur það
allra örðugasta, það, sem aldrei verður fullsannað,
að andar framliðinna geti haft áhrif á lifandi menn;
þvi að enda þótt þetta ælti sér stað, hvernig á að
fara að sanna það? Með vixlskeytum, segja menn.
En þau eru, eins og sýnt mun verða, tvíeggjað sverð
líkt og fjarhrifin, og það má skýra þau á fleiri en
einn veg, eins og sýnt rnun verða síðar.
Menn gela nú ekki gert sér sæmilega grein fyrir
fyrirbrigðum þessum og rannsókn manna á þeim
nema með því að taka ákveðin dæmi. Og því skal
ég nú í eftirfarandi greinum reyna að skýra frá
þrennum rannsóknum, einni, er lýtur að hinum lík-
amlegu fyrirbrigðum, sérstaklega lioldgunarfyrirbrigð-
unum, annari, er lýsir yfirleitl rannsóknum síðustu
10—20 ára á hinum andlegu fyrirbrigðum, og þeirri
þriðju, er lýsir beztu vixlskeytunum, er fengist hafa.
En til þess að enginn ætli, að hér sé um heila-
spuna úr mér að ræða, inun ég.um hvert einstakt
atriði fara eftir skýrslum og rannsóknum Sálarrann-
sóknafélagsins brezka.
Að því loknu geta menn gert upp reikninginn milli
mín og hinna »íslenzku sálarrannsóknamanna« og
dæmt um það, hvor okkar hafi mælt af meiri sann-
leiksást og varfærni, og hvort ekki sérstaklega hr.
E. H. K. hafi bæði talað og ritað af meiri trúar-