Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Page 128
IÐUNN’
Hjúskapur og vinátta.
Efiir
Lord Avebury.
[XII. kapítuli úr „The Use of Life". Sbr. »Iðunni«, II. ár, bls. 142.]
Alldrýgindalega er það mælt, að hús hvers Eng-
lendings sé vigi hans; en það á að vera meira; það
á að vera heimili hans. Það er réttur hans að lögum
að skoða það sem vígið sitt, en undir honum sjálfum
er það komið, hvort það verður heimili í raun og
sannleika.
Hvað þarf til þess að skapa »heimili«? Ástúð,
samúð og traust. Æskuminningarnar, ylur föður- og
móðurhjartans, bjartar æskuvonir, aðdáun systranna,
samúð og hjálp bræðranna, innbyrðis traust, sömu
vonir, sömu hugðarefni, sömu sorgir, — þelta skapar
heimilin og lielgar þau.
Hús, þar sem engin ást á heirna, getur verið vígi
eða skrauthöll, en það er ekki heimili. Ástin er líf
heimilisins. Hús án ástar er ekki fremur heimili en
líkami án sálar er maður.
»Betri er þurr brauðbiti með ró en fult hús af
fórnarkjöti með deilum,« segir höfundur Orðskvið-
anna.
Nú á dögum metum vér heimilið svo mikils, ekki
sökum þess, að það sé oss vígi gegn yfirgangi höfð-
ingjanna eða ríkisins, heldur sökum þess, að vér bú-
umst þar við athvarfi gegn áhyggjum lífsins og kvíða;
vér lítum á það sem friðar- og griðastað í storm-
unum og ofviðrunum, er vér hljótum að gera ráð
fyrir að vér kunnum að lenda í á leið vorri gegnum
lífið.