Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 130
124
Lord Ayebury:
IÐUNN
Vér verðum að sýna þeim, að þeir séu oss kærir.
Fj'rir sakir vanþekkiugar, hugsunarleysis eða dóm-
greindarskorts verður mörgum af oss að særa þá,
sem vér unnum mest og kysum helzt að styðja og
styrkja.
Öll vitum vér vel, hversu fáein huggunar- og örv-
unarorð mega verða oss að liði og styrkja oss.
nÞað hefir verið skoðun mín,« segir Chesterfield
lávarður, »og er það enn, að fátt sé það, er al-
menningur viti siður deili á en það, hvernig eigi að
elska og hvernig hata. Menn gera þeim mein, er þeir
unna, með hóflausu eftirlæti í fullkominni blindni,
já, oft með því að dekra við bresti þeirra. Og þar
sem þeir leggja hatur á, særa þeir sjálfa sig með
óbundnum ofsa og bræði.«
Jafnvel vinum hættir við að einangrast hverir frá
öðrum. »Afstaða Aor hverra til annara verður lík
því, sem vér værum niður komnir hver á sinni eynni,
hneptír inni í fangabúri beina vorra og bak við for-
tjald húðar vorrar,« segir Páll Richter.
En hvað við þekkjum illa vini vora eða jafnvel
ættingja voral Menn á sama heimili lifa oft í reynd-
inni einangraðir hverir frá öðrum. Reir lifa með
hugsanir sínar og tilfinningar hver út af fyrir sig;
í andlegum skilningi koma þeir í reyndinni aldrei
hverir nálægt öðrum.
»Ekki einu sinni viðkvæmasta hjartað, hið ná-
komnasta voru eigin lijarta, veit til hálfs orsökina
til þess, að vér brosum eða stynjum,« segir skáldið
Keble.
Vér skeggræðum um veðrið, uppskeruna, síðustu
skáldsöguna, stjórnmálin, heilsufarið og bresti ná-
granna vors, yfirleitt um alla skapaða hluti, sem
ekki standa í neinu sambandi við hið sanna, innra
sálarlíf. Satt að segja virðist því meira vera rætt um