Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 132
126
Lord Avebury:
IÐUNN
sem það hefir aftur orðið öðrum til tjóns. Jafnvel
þegar forsætisráðherra velur sér menn í ráðuneyti
sitt, Iítur hann ekki eingöngu á vitsmuni, mælsku,
dugnað eða skapfestu, heldur að nokkru leyti einnig
á viðmótið; hann rennir augum til þeirra, sem eru
lægnir á að vinna með öðrum.
Ruddaskapur er ekki sama og styrkleikur; hann
er þvert á móti oft gríma, sem hylur veikleikann.
Shakespeare lætur Markús Antóníus segja um Brútus:
iiÞýðleikur var förunautur lífs hans, og frumefnum
sálar hans var þann veg blandað saman, að náttúran
gæti gengið fram og sagt framan í allan heiminn:
,Þarna var maður!‘«
»Stundum er litið svo á, að samræmi og ósam-
ræmi eigi skylt við samruna líkra eða ólíkra tóna.
En þetta bendir dýpra — það bendir á eining eða
hjáræmi hjarlnanna,« segir Sir H. Maxwell.
Og ef nauðsyn ber til að íinna að, þá gerðu það
að minsta kosti vingjarnlega, einlcum við börnin, því
að »miklu auðveldara er að slá myrkva á litlu barns-
vögguna en á stjörnuþakinn himin fulltíðamannsins,«
segir Jean Paul Richter. Mælt er, að Rubens hafi með
einum pensildrætli getað breytt hlæjandi barni í grát-
andi barn. Þetta getum vér öll með dagfari voru.
Jafnvel eitl orð er nóg. Hvað sem öðru líður, þá
»skaltu tala þýðlega. Eitt einasta pýðlegt orð er að eins
agnarsmár dropi, er dreypt er í djúpa lind
hjartans; en eilífðin ein mun frá því skýra,
hve miklu góðu, hve mikilli gleði það fær valdið,«
kveður Langford.
Pað er og góð regla að finna að i einrúmi, en lofa
í heyranda hljóði. Pví, sem þann veg er mæit í ein-
rúmi, verður tekið með betra geði, góður tilgangur
fremur viðurkendur, og áhrifin verða í sannleika
meiri; á hinn bóginn er lof í heyranda hljóði meira
örvandi fj'rir þann, er fyrir verður, og meira metið.