Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Qupperneq 133
iðunn
Hjúskapur og vinátta.
127
Hafir þú ástæðu til að finna að, þá skaltu um
fram alt gera það með alvöru og þannig, að þig
taki sárt að þurfa þess; sýndu aldrei á þér reiði
eða þykkju, ef þú getur við ráðið. »Ég mundi hafa
refsað þér,« mælti Archytas við þræl sinn, »ef ég
hefði ekki verið reiður.« Ef þú reiðist, þá hinkraðu
að minsta kosti við, og hugsaðu áður en þú talar.
Matthew Arnold telur einkenni æðstu sálargöfgi vera
það »að sýna óþrotlega vægð, meta allar ástæður,
dæma athafnir strangt, en mennina með mildi.« Vertu
við því búinn að hlusta á málsbætur. Ef þér væru
allar ástæður kunnar, inundu átölur oft snúast upp
i meðaumkun. Reyndu að meta aðra svo mikils sem
unt er, og láttu öfundina ekki komast að.
Dauðinn gerir alla brátt jafna. Hafðu þá þetta efst
i huga, og sýndu öllum kurteisi, svo sem góðum
dreng særnir.
Ef þú getur við ráðið, skaltu aldrei skilja við vin
þinn í reiði eða jnfnvel í þykkju. Minstu þess, að
hver kveðjan getur orðið hin síðasla.
Sum orð eru svipuð sólargeislum, önnur svipuð
krókörvum eða höggormsbiti. Og ef beiskyrðin særa
svo djúpum sárum, hve mikilli gleði munu þá vin-
gjarnleg orð valda!
»Góð orð,« sagði George Herbert, »kosta lítið, en
eru mikils virði,« því að:
»Mörg örin, sem skotið er út í bláinn, hittir mark,
sem bogmann grunaði sízt, og margt orðið, talað
af handahóíi, getur mýkt eða sært bilað hjarta.«
IJað er jafnvel ekki ávalt nauðsyn að tala. Þegar
Pétur afneitaði Kristi, er oss sagt, að hann hafi litið
til Péturs. Það augnaráð, svo dapurt og álasandi í
allri mildi sinni, var nóg. Pétur gekk út og grét
beisklega.
Eins og það er satt, að eilt augnatillit geti valdið
sárum sviða, svo er hitt og engu síður satt, að vin-