Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 134
128
Lord Avebury:
IÐUNN
gjarnlegt leiftur augans getur komið hjarta til að
dansa af gleði. Hvað oss þyrstir í vinarávarpið heima,
sem vér vitum að oss er víst, eftir langa fjarveru!
Og ef oss mætir að morgni ljúflegt bros, getur það
breytt hinum dimmasta degi í bjartan dag.
Vertu þá ekki of dulur. Vertu ekki ragur við að
sýna af þér ástúð. Það er ekki nóg að elska og bera
þó utan á sér íshjúp. Vertu einlægur og þýður, hugs-
unarsamur og ástúðlegur. Samúð verður þyngri á
metunum en strit; ástúð er fjármunum æðri, og vin-
arorð vekja meiri gleði en gjafir.
Þegar Benjamín West var spurður, hvað hefði gert
hann að málara, svaraði hann: »Það var móður-
kossinn.« »Séu heimilisskyldurnar vel ræktar,« sagði
Konfúsíus, »hver þörf er þá á því að fara langar
leiðir til að færa fórnir?«
Vertu mjög vandur að vali vina þinna; »þeir eru
mætasta og fegursta prýði lífs þíns,« segir Síseró.
»Legðu rækt við góðan félagsskap,« segir George
Herbert; »þá ert þú kominn í hópinn.« »Segðu mér,
hverja þú umgengst,« segir spánskt orðtak, »þá skal
ég segja þér, hver þú ert.« Sá maður, sem ekki er
hollur sjálfum sér, gelur ekki verið hollur neinum
öðrum.
»Valin vinátta, göfgast ágæli manns, tvöfaldar
alla gleöi vora og dregur að helmingi úr böli voru,«
segir Denham.
Að vera hygginn í vali kvenvina er eigi síður
mikilsvert. Margur vitur maður helir látið flekast af
töfradísunum síðan á döguin Salómós.
»Vináttan,« sagði Lilly, »er gimsteinn mannlegs
lífs,« og maður, vinum sneyddur, er mjög aumkun-
arverður, einkum sakir þess, að sennilega er hann
sjálfur sök í því.
Vissulega ber enga nauðsyn til þess, að vér förum
öll einförum, þótt það sé vafalaust holt að eiga