Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Qupperneq 135
IÐUNN
Hjúskapur og vinátta.
129
stundum kost á því að vera einn, því að torvelt
•verður þér að elska granna þinn, ef þú getur aldrei
vikið þér burtu frá honum.
Naumast getur hjá því farið, að þér finnist þú hafa
af og til eitthvert kvörtunarefni. Þegar svo ber undir,
skaltu vera þolinmóður og sanngjarn. Líttu á málið
frá sjónarmiði vinar þíns. Gerðu ekkert í flaustri.
Náttúran fer aldrei svo að. »FIas er sjaldan til fagn-
aðar,« segir fornt orðtak. Sértu í efa, skaltu bíða við
næturlangt. »Svæfillinn,« segir Gracian, »er þögull ráð-
gjafi, og hollara er að sofa eina nótt áður en skorið er
úr máli, en að liggja andvaka eftir unnið óhappaverk.«
En um fram alt vertu aldrei skjótur til deilu. Hugs-
aðu málið vel. Gefðu þér tíma lil að átta þig. Hversu
gramur sem þú kant að vera næturlangt, má oft svo
fara, að málið horfi alt öðruvisi við þér að morgni.
Hafirðu ritað bréf, að vísu snjalt og rökrétt, en
meiðandi, þá skaltu geyma það til næsta dags, og
oft mun svo fara, að þú lætur það aldrei frá þér.
Aflaðu þér svo góðra vina sem kostur er á. Lé-
legur vinur er miklu verri en enginn væri.
Salómó segir:
»Kom pú eigi á götu óguðlegra,
og gakk eigi á vegi vondra manna.
Sneið lijá honum; farðu hann ekki;
snú pú frá honum, og farðu fram hjá.
Pví að peir geta ekki soflð, nema peir hafl gert ilt,
og peim kemur ekki dúr á auga, nema peir hafi felt einhvern.
Pví að peir eta glæpahrauð
og drekka ofbeldisvín.
Gata réttlátra er eins og bjarlur árdagsljómi,
sem verður æ skærari fram á hádegi.«
En þótt það sé mjög misráðið að gera vonda menn
og óvitra að vinum sínum, þá er hitt óviturlegt að
gera þá að óvinum sínum, því að þeir eru mjög
margir.
Iðnnð VI.
9