Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Qupperneq 137
IÐUNN
Hjúskapur og vinátta.
131
inni lirfunni í léttfleygt fiðrildi, skreytir fjaðrirnar á
vorin og tendrar lampa lýsiormsins; hún vekur söng-
rödd fuglanna og blæs eldmóði í skáldsins ljóð. Jafn-
vel andarvana náttúran virðist snortin af töfrum
hennar; líttu á blómin, sem Ijóma í hinu fegursta
litarskrúði.
»Meiri blessun,« segir Simonides, »getur engum
manni hlotnast en góð kona eða meiri bölvun en
vond kona.«
Og í Orðskviðunum Iesum vér þelta:
»Betra er að búa í eyðimerkur-landi
en með þrasgjarnri og geðillri konu.«
»Betri er vist í horni á húsþaki
en sambúð við þrasgjarna konu.«
Sennilega er ekki auðvelt að gefa nýt ráð um
valið. Sumt af því, sem rétt virðist að taka til greina,
liggur nálega í augum uppi. Ekki er það holt að
kvongast of ungur. wÞegar kornungur sveinn og korn-
ung mær ganga í bjúskap saman,« segir Sir Henry
Taylor, »er það líkast þvi, ef óþroskaðri blómjurt
væri ætlað að styðja aðra jafnóþroskaða.« Ekki skaltu
kvongast til þess að eignast auð, ekki heldur efna-
laus. Þeir, sem kvongast sakir auðs, sýna með því,
að þeir meta sjálfa sig minna en auðinn, þar sem
þeir taka hann fram yfir alla sanna ánægju og far-
sæld lífsins; og þegar þeir svo eru búnir að telja
peninga sína og harma sína og leggja hvorttveggja
saman, hve alls hugar fegnir mundu þeir þá vilja
endurkaupa lifskjörin, er þeir höfðu selt, við missi
alls fjárins.
ímyndaðu þér ekki, að þú getir í hjúskapnum lifað
eigin, óháðu lífi og haft svo við hlið þér í viðbót,
svo sem til skrauts, einhverja yndislega, leiðitama,
káta, léttlynda dúfu, sem væri létt eins og fis í vöf-
um, væri til taks, hvenær sem þú værir orðinn leiður
á að vera einn eða þreyttur á alvarlegu og þungu