Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 138
132 Lord Avebury: iðunn
starfl, og væri aldrei fyrir þér, þegar þú þyrftir
hennar ekki með. Þetta eru fjarstæður og ekkert
annað en sjálfselsku-draumar æsku vorrar.
Hómer, segir Jeremy Taylor, fer ýmsum fögrum v
orðum um skyldur eiginmanns. »Þú átt að vera,«
segir hann, »konu þinni faðir og móðir og bróðir«
og það af góðum og gildum ástæðum, þar sem hún
yrði annars lítið betur farin í hjúskapnum en mun-
aðarleysingi. Því að hún, sem yfirgaf föður, móður
og bróður þín vegna, á heimtingu á, að þú sért
henni þetta alt og meira til.
Ef þú ert í nokkrum minsta vafa, skaltu ekki
hefja hjúskap. Hjúskaparlifið er annað tveggja, mjög
farsælt eða mjög ófarsælt. En sé það þýðingarmikill
atburður að verða ástfanginn, er hitt eigi síður áríð-
andi að geyma ástarinnar vel.
Hjúskapurinn hefir mikla ábyrgð í för með sér. *
Treystu ekki að öllu leyti augum þínum, og láttu
þau ekki tæla þig, því að »hjúskap ber ekki að
stofna með hendi og auga, heldur með skynsemi og
hjarta,« segir Jeremy Taylor.
Góð kona er örugg stoð, ekki að eins í verald-
legum efnum, heldur og andlegum. »Þegar vondir
menn,« segir Shakespeare, »verða ástfangnir, sprett-
ur upp í eðli þeirra meiri sálargöfgi en þeim er
meðfædd.« Og ef jafnvel vondir menn geta orðið
fyrir svo voldugum áhrifum til góðs, hversu miklu
fremur mætti eigi vænta hins sama af þeim, sem
þegar áður eru göfugir menn að eðlisfari.
Keble segir: ^
»Til eru sálir, sem virðast eiga heima
ofar pessari jörð; svo ríkir töfrar
uppfyltra vona og gagnkvæmrar ástar
fylgja hverju spori þeirra, hvar sem þeir fara.«
»Hjúskapur er,« segir Jeremy Taylor, »guðdóm-
legur að uppruna; hann er órjúfanleg eining, helgur