Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Qupperneq 139
IÐUNN
Hjúskapur og vinátta.
133
leyndardómur; í eðli sínu er hann sakramenti; hann
skipar virðingarsæti með þjóðum; störf hans eru
guðsþjónusta; hann er stórgróði fyrir mannfélagið,
og hann er hreinleikur fyrir Drotni.«
»Takist hjúskapurinn vel,« segir Tertúllían kirkju-
faðir, »hvernig verða þá orð fundin til að lýsa þeirri
sælu? . . . Þau biðja hvort með öðru, dýrka guð
hvort með öðru, fasta hvort með öðru; . . . þau
standa saman hlið við hlið í örðugleikum, í þrautum,
á gleðistundum. Hvorugt dylur hitt neins, og hvor-
ugt er hinu til byrði. Kristur fagnar, er hann lítur
slíka sambúð. Þeim hjónum sendir hann sinn frið.
Þar sem tveir eru, þar er hann, og þar sem hann
er kemur óvinurinn ekki.«
»Með farsælum hjúskap hefst nýtt lif,« segir Stan-
ley. »Þá er stofnað til nýrrar farsældar og nytsemi.
Þá er sjálfgefið tækifæri til að segja fyrir fult og alt
skilið við heimsku, yfirsjónir og ávirðingar liðins
thna, en sækja fram með nýjum vonum, nýju hug-
rekki, nýjum kröftum, — fram á brautina, er opin
liggur fram undan. Farsælt heimili og fagurt er full-
komnust eftirmynd himneskrar vistar, heimili, þar
sem eiginmaður og kona, faðir og móðir, systir og
bróðir, barn og foreldri bjálpa hvert öðru, hvert á
sinn hátt, margfalt betur en nokkurri annari mann-
legri veru er unt að gera; því að engir aðrir standa
jafnvel að vígi; engir aðrir þekkja jafnvel skaplyndi
og eðlisfar hver annars; engum getur verið jafnant
um velfarnan, orðstír, hylli og mannlcosti neinna eins
og þeirra, sem eru bein af beinum þeirra og hold af
holdi þeirra. Hamingja þeirra og heiður verður vor
eigin hamingja og heiður; ógæfa þeirra verður vor
ógæfa; sjálfselska þeirra, þrekleysi og gjálífi dregur
oss niður í duftið, en hreinleikur þeirra, göfgi og
skapfesta leiðir oss nálega gegn vilja vorum til skyldu-
rækni, til himins, til guðs.«