Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Síða 140
134
Lord Avebury:
IÐUNN
Þú festir þér konu »til þess að lifa með henni og
elska hana í blíðu og stríðu, við auð og örbirgð, í
sjúkdómi og veikindum, þangað til dauðinn skilur
ykkur.« þannig er að orði komist í vorum fagra,
hátíðlega hjúskaparformála.1)
Loks er þess að geta, að alvarleg ábyrgð fylgir
því að eignast börn, en sú ábyrgð er jafnframt un-
aðsleg. »Ein góð móðir,« segir G. Herbert, »er ígildi
hundrað lærifeðra.« Stundum heyrist svo að orði
komist, að börnin séu »send«, og fyrirhyggjulitlir
foreldrar afsaka sig með því að segja, að »ef guð
sendi munna, muni hann senda fæðu til að seðja
þá,« en Matthew Arnold bendir á og það með réttu,
að með engu móti verði það réttlætt að verða valdur
að því, að ósjálfbjarga smábörn fæðist í þennan
heim, og geta svo ekki séð þeim farborða, svo að
sæmandi sé.
Lát þau alast upp í sólskini kærleikans. Ef þeim
hlotnast í æsku blessun blíðu og ástar, munu þau
fá staðist betur kuldanæðinga lífsins.
Jeremy Taylor farast svo orð: »þeir einir, sem
börnin elska, geta frá því skýrt, hve unaðslegt það
er að eiga orðastað við þessa kæru, litlu vini vora,
sem oss er trúað fyrir. Hverjum þeim, sem þykir
vænt um þau og kýs að vera í hóp þeirra, er það
hrein gleðilind að veita eftirtekt bernskuatferli þeirra,
hjali þeirra, smáskapbrigðum þeirra, sakleysi þeirra,
ófullkomleikum þeirra og nauðsynjum. En sá, sem
elskar ekki konu sina og börn, elur ljónynju á heim-
ilinu og gerir það að bústað böls og harma. Bless-
unin sjálf fær ekki á honum hrinið. Af þessu er
ljóst, að drottinn heíir gefið öll boðorð sín um það,
að manninum beri að elska konu sína, fyrir þá
Þýo.
1) Sbr. Helgisiðabók ensku kirkjunnar.