Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Side 143
IÐUNN
Kreppur og hrun.
137
sem tryggingar fyrir fyrirtækjum þeim eða viðskiftum,
sem þau eiga að tryggja.
6. Brask-kreppur. Þær leiðir af of miklu kaup-
braski á vörum eða verðbréfum í þeim tilgangi að
valda verðhækkun á þeim, því að brask þetta leiðir
oft af sér skyndilega verðlækkun eða hrun.
Þetta eru nú helztu tegundir viðskiftakreppu; en
eins og þegar er sagt, fylgjast þær oft að og leiðir
hverja af annari, svo að örðugt verður að segja í
liverju einstöku falli, liverrar tegundar kreppan er
eða af hvaða rótum hún sérstaklega er runnin.
Þótt lauslega sé nú bent á eðli og orsakir kreppn-
anna með upptalningunni hér á undan, þá munu
menn þó naumast skilja alt eðli kreppunnar og upp-
tök, nema menn setji sér alt veltubilið fyrir sjónir;
en því má skifta í þrent; hægfara uppgangstíma,
háhvörfin og hina eftirfarandi hnignun.
Uppgangstíminn eða aðfallið í viðskiftalífinu byrjar
venjulegast hægt og dræmt eftir skemri eða lengri
fjöru í viðskiftaliíinu. En þessi viðskiftafjara er venju-
legast auðþekt á því, að milcið safnast fyrir af ónot-
uðu fé og menn liafa gengið iðjulausir um skemri
eða lengri tíma, svo að þeir naumast hafa haft í sig
og á. Þá fer auðmagnið og örbirgðina að langa til
að slá af kröfum sínum til þess að fá eitthvað að
starfa. Auðsafnið er boðið út fyrir lágt verð, og
verkamennirnir verða óvenjulega spakir og litilþægir
með kaupgjaldið. En þá eru einmitt á ný sköpuð
skilyrði fyrir þvi, að framleiðsla verði aftur arðvæn-
leg, og menn fer aftur að langa til að starfa. Þá er
aftur byrjað á gömlum fyrirtækjum og stofnað til
nýrra, í fyrstu hægt og varlega, en eftir því, sem
menn sjá, að þetta borgar sig betur og betur, verða
rnenn djarfari og áræðnari, og vonirnar hækka. Og
í ljósi hinna björtu vona fá menn sér nú ný og
öflug framleiðslutæki, sem oft kosta of fjár, i von