Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Page 144
138
Svipall:
IÐUNN
um, að ástandið haldist eða fari jafnvel batnandi.
Nýtt fjör færist í atvinnuvegina; framleiðslan eykst;
verzlun blómgast; ný fyrirtæki eru hafin og gömul
skinnuð upp. Þetta aukna starfsfjör befir í för með
sér aðstreymi fólks, er leitar sér atvinnu, og það
ieiðir aftur af sér, að þorp og bæir rísa, og mikið
er bygt bæði á landi og sjó. En alt útbeimlir þetta
fé, vinnukraft og hrávöru. En þegar eftirspurnin eftir
fjármagninu fer að aukast, fara vextirnir aftur að
hækka; og því minna sem er af iðjulausu verkafólki,
fer verkakaupið hækkandi, og að sjálfsögðu vex verðið
á efnivörunni með eftirspurninni, t. d. á járni, viði,
cementi og öllu byggingarefni. En hin hækkandi
laun hafa hækkandi vöruverð og verzlun í för með
sér, og það Ieiðir aftur af sér meiri og meiri pen-
ingaþörf. Fleiri og fleiri bankaseðlar eru gefnir út, og
víxlahrúgan vex, enda eru menn nú ekki hræddir
'við að velta stórum upphæðum og menn og stofn-
anir ósparir á að lána. Þetta leiðir af sér ýmiskonar
óvarfærni og jafnvel brask. Menn byrja á ýmsum lítt
hugsuðum og léttúðarfullum fyrirtækjum í von um,
að þau lánist. En nú er flóðaldan brátt búin að ná
hámarki sínu, ílóðmarkinu, og þá koma — ílóð-
hvörfin.
Þetta vita líka allir hinir gætnari og hygnari fé-
íiýslumenn. Þeir vita, að þegar þessi ærsl og þetla
æði er komið á viðskiftalifið, þá fer að falla út og
það meira að segja oft með geisihraða og jafnvel
áður en mann varir. Því fara þeir nú líka að draga
inn seglin, draga bæði úr innkaupum sínum og lán-
veitingum og jafnvel að selja hlutabréf sín, en koma
peningum sinum þannig fyrir, að þeim sé sem bezt
borgið á meðan á útfallinu stendur. Hinir, sem eru
ekki jafn-gætnir og reyndir, halda glæfraspilinu áfram
i þeirri von, að enn sé feitan gölt að flá — þangað
Jtil kreppan keinur yíir þá einn góðan veðurdag