Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Page 146
140
Svipall:
IÐUNN
fullfallið út, þegar flestir eru orðnir hræddir og hættir
að starfa, og alt er komið í kaldakol.
En — bíðum nú við. f*egar neyðin er stærst, er
hjálpin næst. Þegar fullfjarað er út, kemur nokkurs
konar hvíldartími, á meðan menn eru að ná sér
eftir skellina, og má vel nefna hvildartíma þenna
afturbata. Þegar mesta hræðslan er runnin af mönn-
um, og þeir eru búnir að losa sig við þau fyrirtæki,
sem óheilbrigðust eru, þá fei lánstraustið og tiltrúin
aftur að skjóta upp kollinum, og þeir, sem staðið
hafa af sér hrinuna og reynst ábyggilegir, geta aftur
fengið rekstrarfé; en með því að allur framleiðslu-
kostnaður er nú orðinn lægri, getur borgað sig að
byrja aftur framleiðsluna, enda þótt verðið sé lágt.
En þeir, sem hafa keypt reiturnar eftir gjaldþrota-
mennina, hafa oft fengið þær fyrir litið verð, og því
geta þær nú líka þrátt fyrir hið lága vöruverð farið
að bera sig í staríi og framleiðslu. En af því að
mest alt liggur enn í kaldakoli og menn spara við
sig, sem þeir geta, liggja lánstofnanir með mikið
óarðbært fé. Er þá aftur farið að bjóða það út fyrir
lága vexti til þess að örva menn til framkvæmda*
en allir eru á höttum eftir að byrja nú aftur á ein-
hverju lífvænlegu. Þá fer aftur að falla að, og —
góðir tímar fara í hönd.
Svona er nú hið svonefnda veltubil í viðskiftalíf-
inu, og tekur það sig alt af að öðru hvoru upp aftur
og aftur eins og flóð og fjara. En það skrítna við
þetta er, að að minsta kosti á síðustu öld komu
kreppurnar fyrir að jafnaði svona 10. hvert ár. Feitu
og mögru kýrnar hans Faraós hefðu því í raun réttri
mátt vera 10 eins og góðu og vondu árin. En kann-
ske það sé réttara að telja þau 7, ef sjálf flóðhvörfin
milli aðfalls og útfalls taka svona upp og niður 3 ár.
En hvernig á nú að skýra þenna skramba? Fræði-
mennirnir eru ekki á eitt sáttir um það. Sumir kenna