Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Síða 147
IÐUNN
Kreppur og hrun.
141
það of mikilli framleiðslu eða of miklu vörumagni.
Nú getur hvorki framleiðslan eða vörumagnið verið
of mikið svona yfirleitt. En þó geta vörur hrúgast
svo fyrir á einhverjum einstökum stað, að þær verði
óseljanlegar, eða þær þola ekki geymslu og fara til
ónýtis. Af þessu leiðir oft mikið verðfall og mikið
hrun. Þá hafa sumir haldið fram, að kreppuna leiddi
af því, að of mikið væri framleitt af ónauðsynjavöru
og of mikið keypt af henni, en nauðsynjar aftur á
móti látnar sitja á hakanum. Þá getur kreppan or-
sakast af því, að vörurnar verði svo dýrar, að al-
menningi verði um megn að kaupa þær. Enn getur
það verið orsölc kreppunnar, að menn hafi farið illa
og óvarlega með iánað fé. Og loks getur of milcið
auðmagn og vitleysis-framleiðsla hleypt henni af
stokkunum. Á siðustu tímum hafa kaupkröfur og
verkföll átl æði mikinn þátt í fjárhagsvandræðunum.
Reynslan virðist nú sýna, að engin ein af þessum
tilgátum skýrir fyrirbrigðið fullkomlega, en þó hafa
þær hver um sig nokkuð til síns máls. Kreppurnar
koma oftast nær ekki af neinni einni orsök, er verki
allsstaðar jafnt, heldur af ýmsum samverkandi or-
sökum, er geta verið nokkuð sínu sinni hvað, þótt
ein sé kann ske sérstaklega áberandi í það og það
sinnið.
Að of mikil framleiðsla geti átt sér stað yfirleitt í
heiminum, getur naumast átt sér stað, meðan slíkur
aragrúi af mönnum er til, er verða að fara á mis
við það allra nauðsynlegasta. En vel getur orðið til
of mikið af einhverri einni vöru á einhverjum á-
kveðnum stað, t. d. of mikið af nýjum fiski eða síld,
sem ekki þolir geymslu, og að hún hriðfalli því í
verði eða verði með öllu óseljanleg. Eins getur ein-
hver vara, eins og t. d. hús og fasteignir, verið svo
óflytjanleg, en þó svo mikið til af henni, að hún
hríðfalli í verði og svari ekki lengur kostnaði. Á hinn