Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 149
IÐUNN
Kreppur og hrun.
14X
kosti orðið nú í stríðinu 1 þeim löndum, þar sem
ríkisstjórnirnar hafa tekist á hendur framleiðsluna
ekki einungis á hergögnum, heldur og á lífsnauð-
synjum manna, að tilraunir þessar hafa reynst ófull-
nægjandi og vakið hina mestu óánægju meðal al-
mennings. Ríkisframleiðslunni hefir hvorki tekist að
fullnægja brýnustu þörfum manna né heldur að girða
fyrir óhæfilega verðhækkun.
En reynsla siðari tíma hefir sýnt, að þó maður
geti ekki með öllu girt fyrir kreppurnar, þá geti
maður þó dregið úr þeim með ýmsum ráðum og þá
helzt með gætni og nægilegri hagfræðilegri þekkingu
og stjórnsemi. Einkum hefir hin aukna þekking á
öllu eðli viðskiftalífsins miðað mjög til þess að
draga úr hættum þeim, er af kreppunum getur leitt.
Menn kunna jafnan heldur að verjast hættum þeim,
sem þeir þelckja og eru við búnir að verjast. Full-
komið og nákvæmt hagfræðilegt yfirlit yfir fram-
leiðslu og neyzlu og skjótar og skýrar fregnir af
öllu viðskiftalífinu umhverfis greiða mjög fyrir hald-
góðum útreikningi á því, hvert ný og gömul fyrir-
tæki muni svara kostnaði. Þá getur einn allsherjar-
seðlabanki, sem er stjórnað með fyrirhjrggju, viti
og framsýni og er nógu sterkur og hefir nógu lið-
ugan seðlaútgáfurétt — en auðvitað ætti þetta þá að
vera þjóðbanki, en ekki einstakra manna eign —,
orðið að hinu mesta gagni til þess að draga úr
kreppunum. Hann getur, þegar viðskiftahfið fer að
nálgast háhvörfin (höjkonjunkturen], farið að hafa
hemil á braskfýsn manna með því að neita um lán
til óvissra fyrirtækja; og hann getur varnað því, að
gullforðinn sogist út úr landinu með því að heimta
nógu háa forvexti; og þegar farið er að gera upp
reikningana eflir gjaldþrotin, getur hann farið að
hjálpa hinum minni hönkum og þeim vinnuveitend-
um, sem hafa reynst hygnastir og áreiðanlegastir.