Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 154
IÐUNN
Á vesturvígstöðvunum.
Sunnudaginn 27. júní þ. á. tókum við okkur til,
nokkrir Skandínavar, sem staddir vorum í París, og
héldum með járnbrautinni norður eftir Frakklandi
til bæja þeirra, sem orðið hafa einna barðast úti í
stríðinu: Albert — Arras — Lens.
Lestin er troðfull af fólki frá öllum löndum —
einkum Ameríku og Skandínavíu —, en mest ber þó
auðvitað á íbúum landsins, sem nota hvíldardaginn
til þess að skoða landið og líta yfir þessar hryggi-
legu rústir. Það eru hvort sem er ekki nema 2 mán-
uðir, síðan brautin komst í lag og menn fóru að
geta farið þetta.
Við förum nú hratt af stað og stöndum óvíða við
framan af ferðinni, því að tilætlunin er að hægja á
sér, þegar komið er á vígstöðvarnar. Við þjótum
fram bjá St. Denis; þar eru flestir konungar Frakka
grafnir, og þar voru búin til feiknin öll af skot-
vopnum og allskonar hergögnum nú í stríðinu. Þá
förum við um Chantilly-skóginn, þar sem berfor-
ingjaráð Frakka hélt sig lengst undir lok stríðsins
og lagði á ráð þau, sem að siðustu stöðvuðu fram-
rás Þjóðverja. í Crail skiftir brautum, og liggur
önnur álman í útnorður, áleiðis til Englands, en hin
í landnorður, áleiðis til Belgíu, Hollands og Þýzka-
lands. Við förum eystri brautina.
Við erum nú ekki komnir nema hálfa leið til
Amiens, þegar við komum í námunda við stöðvar
þær, þar sem flóðbylgja þýzka hersins með prúss-
neska lífvörðinn í fararbroddi varð að láta undan
framsókn 12. herdeildar. Þetta var í byrjun apríl-