Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Page 157
iðunn
Á vesturvígstöðvunum.
151
eins og það ætlaði að trúa rústunum fyrir barninu,
og hélzt svo lengi. En nú er öll kirkjan hrunin, og
hirðarnir á Norður-Frakklandi sjá ekki framar sín
fornu vé. Geta þeir nú ekki haldið lengur hina miklu
skrúðgöngu sína, er þeir voru vanir að halda 8. sept.
ár hvert.
Mjög kvað nú og héraðið umhverfis vera breytt
frá því, sem áður var. Árfarvegi Ancre hefir verið
raskað, svo að hún flæðir yfir landið. Eru nú mýrar
og fen, þar sem áður voru frjóir akrar, og afkvistuð
trén teygja kræklur sínar upp í loftið eins og þau
örvænti um að geta borið sitt barr nokkuru sinni
framar.
Á leiðinni til Arras fórum við eftir dölunum, sem
kendir eru við Ancre og Somme. Er alveg furðulegt,
hversu jörðin hefir gróið hér fljótt sára sinna. Til
að sjá er hún nú ein blómabreiða og í fegursta
sumarskrúði sína; en er menn hyggja nánar að, má
þó enn sjá ýmis vegsummerki stríðsins. Á stöku stað
mótar eins og fyrir pyttum eða leirhverum; þar hafa
stærstu fallbyssuskeytin bylt við jörðinni og sokkið.
Og nú fer að bóla á nokkru nýju, einkum á hægri
hönd, skotgrafabörðunum, þar sem herfylkingar Hin-
denburg’s héldu sig lengst af. Sér á stöku stað í skot-
grafar-munna með uppvarpi fyrir framan. Hafa verið
þarna heilir hæir neðanjarðar með allskonar krókum
og kimum, og skorti þar fátt nema það, sem flestir
aðrir telja nauðsynlegast, — Ijós og loft og lífsþæg-
indi. Alt er þetta því líkast sem einhverjar risa-
vaxnar moldvörpur en ekki menn liafi verið að
heyja ófrið þenna. Hafa stríðin ekki mist lítils í af
karlmensku sinni og riddarabrag fyrir þessar morð-
vélar, sem nú er farið að nota.
Við nálgumst nú óðum Arras. Þetta er gömul
borg. Hennar er þegar getið á 4. öld, og var hún
þá kunn fyrir dúkagerð sína. Á miðöldum laut liún