Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Page 161
IÐUNN
Á vesturvígstöðvunura.
155
Enginn nema sá, sem komið hefir á þessar stöðvar,
getur gert sér sæmilega grein fyrir þeim hermdar-
verkum, sem þar hafa verið unnin. En því verður
ekki lýst með öðrum hætti en með því að segja, að
öllu hafi verið umrótað þar og alt liggi þar í einni
rúst. Óhætt er að segja, að ekki hafi verið barist
jafn-grimmilega um nokkurt svæði á vígstöðvunum,
því að bæði París og lífið í París var í veði, ef unt
var að ná brautinni og girt var fyrir allan aðflutn-
ing á kolum. En hér var varist og barist svo
grimmilega, að ekki stóð steinn yfir steini, enda er
hvergi jafneyðilegt á neinu svæði, er við fórum yfir,
og þarna. Og þó tekur út yfir, þegar komið er til Lens.
Lens var einliver stærsta og blómlegasta borgin á
þessu svæði fyrir stríðið; íbúarnir 35 þús. og ákaf-
lega mikil kolaframleiðsla þar. En nú er ekkert þar
að sjá nema eintómar rústir. Menn geta gert sér
ljósasta grein fyrir eyðingu borgarinnar með því að
bera saman myndina af götunni með kirkjunni í
baksýn og svo myndina næstu á eftir af rústunum.
Þar er ekki annað að sjá en tóftirnar af húsunum
og svo múrsteinahrúgurnar, bjálkana og raftana eins
Iangt og augað eygir. Eitt einasta hús sá ég uppi
standandi í einum útjaðri bæjarins langt í burtu.
Og ekki er nóg með það, að bærinn sé eyddur,
heldur hafa 14 kolanámar með stórfeldum mann-
virkjum hringinn i kring um bæinn verið ónýttir
svo, að þeir verða ekki hagnýttir næstu 5—10 árin.
Úr námunum við Lens fengust fyrir ulan alt annað,
koltjöru, koks, gas o. þvl., 4 millíónir tonna af kolum
á ári. Að námarekstrinum unnu um 12 þús. manns,
og 8 þús. þeirra bjuggu í húsum, sem námafélagið
hafði reist handa þeim. Það hafði og stofnað skóla
handa börnum þeirra, og sóttu þá um 6 þús. börn
og unglingar, og ýmislegt annað hafði verið gert þar
námalýðnum sjálfum til góðs. Nú liggur alt þetta í