Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 13

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 13
ÍÐUNN Feröasaga um Suöurlönd. 7 Guðmundur er afar fjölhæfur listamaöur, leggur gjörva hönd á svo aö segja allar tegundir Iistaverka. Hann hefir siglt heilu fleyi fram hjá öllum öfgastefnum nútímans í list sinni. Það er eins og einhver gömul menning lialdi honum frá þesskonar útúrdúrum og þessi sama gamla menning skín út úr myndum hans, hrein og tær og göfug. Grein þessi er fyrirlestur, sem listamaðurinn flutti í Listvinafél. lslands, og um leið og hún er ferðasaga, á hún lfka að sýna les- endum Iðunnar listamanninn, og flytur því 3 af teikningum hans. M. 7. Heiðruðu tilheyrendur! Það litla sem eg get sagt ykkur af ferðum mínum um Suður-Evrópu síðastliðið vor, hefi eg ekki skrifað upp í réttri tímaröð, eða sem ferðasögu í eiginlegum skilningi — heldur sem endur- minningar — sundurlausar og marglitar minningar manns, sem með litlum möguleikum og þekkingu af skornum skamti, vill sjá sem mest og best. Það sem eg segi um þjóðir og málefni, má ekki skoðast sem dómur eða rök- færðar vísindasannanir, til þess nær þekking mín of skamt. Það er skoðun mín, að maður sá sem ekki kann mál þjóða þeirra, sem hann gistir, geti aldrei gert sér réttar hugmyndir um þær, síst þegar kringumstæður og tími er hnitmiðaður við hálftóma pyngjuna. Eg bið ykkur nú að stíga með mér á töfraklæði ímyndunaraflsins og fljúga með mér til Munchenar- borgar við Alpafjöll, borgarinnar sem trúarsterkir munk- ar lögðu hornsteinana að og síðar varð miðstöð vís- inda og lista á meginlandinu. Þar mætast germanskir og rómanskir straumar, og í hinu marglita stórborgar- lífi, sjást einhverjar menjar flestra þjóða. Af 800,000 íbúum Miinchenar eru 7500 listamenn, þeir búa flestir í Schwabing; það var áður sjerstæður borgarhluti en er nú fullkomlega innlimaður í borgina. Það má segja að listamennirnir setji sinn svip á þennan borgarhluta

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.