Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 14

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 14
8 Guðmundur Einarsson: IÐUNN og í 3. hverju húsi eru ein eða fleiri vinnustofur fyrir listamenn og svo líka heilar byggingar; þar hittast ríkir og fátækir, alt frá amerískum áuðkýfingadætrum með snoð- klipt hár, gleraugu á stærð við undirskálar og demants- hring á hverjum fingri, til grindhoraðra Rússa, sem ganga berhöfðaðir árið um kring af þeirri einföldu ástæðu, að það er betra að ganga berhöfðaður en berfættur. Á hinum mörgu skólum kljást allir þessir »ismar« og nýir skapast. Hinar mörgu listverslanir og sýningar, sem eru yfirleitt mjög frjálslyndar — sérstak- lega við þá sem »nafn« hafa — gera sitt til að halda lífinu í þessum listamannasæg, en margur verður þó' útundan, það sér maður á veturna þegar kuldinn herj- ar hjá þeim, sem ekki geta hitað upp hjá sér og ekki hafa annað en gömul blöð að breiða fyrir gluggana. Þá flýja þessi sjálfkvöldu olnbogabörn á veitinga- og kaffihúsin og sitja þar yfir »hálfum bjór« eða kaffibolla eins lengi og vært er, og dreymir um að »slá í gegn« og »selja« fyrir hundruð þúsunda. í þessi 4 ár sem eg dvaldi í Miinchen, hefi eg séð margt glaðlegt andlit og vonbjart breytast í vonleysis- og sorgarandlit, og |svo eins hitt, að þeir sem lifðu á kartöflum og skemdum baunum mánuð eftir mánuð og seldu bækur sínar og föt til að borga »módellum« sínum, urðu frægir og ríkir í einni svipan. Eg gæti haldið áfram að tala um Miinchen í alt kvöld, en það var meiningin að komast eitthvað sunnar og þess vegna skulum við bregða okkur til höfuðborg- ar Tjekkóslava — Prag. Við förum um Niirnberg, Leip- zig og Dresden. Dresden er mikill listabær í orðsins fylsta skilningi og hefir að geyma mörg og merkileg söfn. Með sínum miklu barok og gotnesku byggingum má

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.