Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 16

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 16
:I0 Guðmundur Einarsson: IDUNN hún teljast með fegurstu borgum með sín gömlu veð- urbörðu koparþök og turna. Saxland hefir eigi síður en Dayern átt því láni að fagna, að eiga framtakssama og listelska konunga, sem hafa látið sig hina skapandi feg- urðaranda meiru skifta en púður og blý. — Frá Dres- den liggur leið okkar upp Elbedalinn til Prag. Við fyrsta tillit virðist Prag heldur ljótur og sóðalegur bær, en við nánari kynningu vinnur borgin. Umhverfið er mjög fagurt, fólkið alúðlegt og frjálslegt, hið ný- fengna sjálfstæði liggur í loftinu og hið sjálfsagða um- ræðuefni er stjórnmál. A kaffihúsum rífast menn há- stöfum og á götuhornum standa menn í hópum og tal- ast við með miklum handatilburðum. Annars virtust mér Tjekkar eins þolinmóðir við að ganga sínar breiðu aðal- götur eins og við Reykvíkingar Austurstræti; hvort það er hin nýfengna sjálfstæðismeðvitund eða annað sem gerir óróann í blóðið, veit eg ekki. Ekki get eg sagt neitt gott um það sem eg sá af myndlist í Prag og sá eg þó allmika sýningu Listvinafélagsins þar, en margan fiðlusnillinginn hefir Prag fóstrað, má þar síðastan nefna Vasa Prichoda, sem lagði undir sig heiminn á einu ári, vart tvítugur. Wien, sem var vagga hljómlistamanna og borg gleð- innar, getur varla kallast það lengur þó hún eigi Strauss ■og hinn heimsfræga skemtistað Prater, þá hefir hið gamla »Wiener-humor« dofnað við eldraunir stríðsins og þess ógurlegu afleiðinga. Rúnir hungurs og örbirgðar les maður í öðru hvoru andliti og það enn hrottalegar, þar sem blóðsugur þjóð- arinnar leyna ekki feng sínum, eg á við Gyðingana sem keyptu Wien — eða það sem eftirsóknarverðast var af borginni — á meðan neyðin var stærst. »Wien ist nicht mehr wie es war«, segja Wienarbúar í afsökunarróm,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.