Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 18

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 18
12 Guðmundur Einarsson: IÐUNN: þar voru blóðheitir Tartarar, sem létu rítinginn skifta málum sínum og sungu ástarsöngva dauðsærðir, en — því miður er ekki alt eins og skáldin kveða. Nú eru uxarnir drepnir, hestarnir tamdir, sonur sléttunnar býr á útmældum landskika með nokkrar vambsíðar kýr, maís- akrar og vínviður þekja slétturnar, Tartarinn er land- flótta, ofsóttur útlagi, og ást þeirra og hatur snúið í trúðleiki. Við höldum því áfram án lengri dvalar til Belgrad, höfuðborgar hins nýstofnaða ríkis ]ugoslava. Borgin hefir harla lítið að bjóða hrað-ferðamanni og er í alla staði mjög ólistræn, þess vegna yfirgefum við hana fjót- lega og höldum til Svörtufjalla. Þau gnæva við himin grænsvört með sexyddum nibbum og kömbum. Maður skilur strax að þau hafi fóstrað harðgerða og tápmikla þjóð, sem bauð Tyrkjaveldi byrginn um áratugi; nú bíta þeir á jaxlinn og hata Serba. Eg vona að eg lifi það, að sjá Svartfjallaland frjálst — fjallaþjóð getur ekki lifað undir oki. Sofia, höfuðborg Ðúlgaríu, er fögur borg og tilkomu- mikil, snæviþakin fjöll gnæva yfir gyltum hvolfþökum. Nú erum við á takmörkum, þar sem suðræn, norræn og austræn menning mætast, þar eru ósmanskar turn- spírur, rússneskir kúluturnar og barok-hallir, og við hlið- ina á tískuklæddum kaffihúsa-ljónum ganga stagbættir og skítugir betlarar í pilsbuxum af langafa sínum og með vefjarhött. A torgunum er verslað með allan mögulegan og ómögulegan varning og skóburstararnir, sem húka á skemlum sínum á hverju götuhorni, gefa engum manni frið, sem lítur út fyrir að geta borgað nokkura skildinga í drykkjupeninga. Spyrji maður hvort Búlgarar eigi góða listamenn, svara þeir já, spyrji maður þá hvar maður geti fengið að sjá verk þeirra, er svarið: »1 Ameríku,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.