Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 19
!1ÐUNN
Ferðasaga um Suðurlönd.
13
þeir þrífast ekki heima.« í þessu sambandi er vert að
geta þess, að Jugoslavar (Serbar) hafa gert mikið fyrir
listamenn sína, til dæmis stofnað listaháskóla í Agram
og bygt safnhús handa hinum fræga myndhöggvara sín-
um, Alexander Mestrowitz.
Leiðin frá Sofia til Konstantinopel liggur gegnum Rila-
fjallgarðinn; landslagið er eyðilegt, en stórfenglegt, það
minnir á íslensku fjöllin; fólkið er þróttmikið og myndar-
legt og gengur mjög litklætt, það lifir mest á fjárrækt.
Þegar kemur að landamærum Tyrklands verður lands-
lagið hlýlegra, skógarkjarr og ásótt heiðalönd blasa við,
svo langt sem augað sér, í norðri gnæva transilvanisku
fjöllin með snævi þakta tinda.
Adrianopel er glæsileg til að sjá, þar sem hún ber við
himin með öllum sínum turnspírum og styngur í stúf við
hirðingjaþorpin í kring, sem eins og vaxa upp úr jörð-
inni — sömu stráþökin og leirveggirnir og voru fyrir
1000 árum. Bændurnir plægja akrana sína með gamla
tréplógnum og konurnar bera heim vatnið á höfðinu í
leirkönnum, klæddar í svartan slopp með blæju fyrir and-
litinu — en berfættar.
Nú er maður kominn í annan heim — þar er fyrsta
boðorð: »Bara rólega, ekkert liggur á,« annað boðorð:
»Ekkert óþarfa hreinlæti.« Nú, en alt tekur enda, bráð-
um komum við til Konstantínópel og losnum við lauk-
lyktina og flærnar.
Þegar maður nálgast sundið (Hellusund) blasa hver-
vetna við sundurskotin vígi, gamlir víggarðar og már-
iskar hallir milli dökklaufgaðs sypressviðs. Sundið þreng-
ist meir og meir, uns það hverfur í bugðum inn á milli
hæðanna og alt í einu blasir Stambul við, það er hinn
fyrkneski hluti borgarinnar, hinn hlutinn, sem heitir Pera,
er alveg evrópskur bær.