Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 23

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 23
IÐUNN Feröasaga um Suðurlönd. 17 gjarnlega lögreglustjóra þóknaðist að líta á vegabrjefið, höldum við áfram til Delfi; þar leitar maður ekki lengur véfrétta, guðirnir, sem veittu staðnum helgi og virðingu, eru dánir, hörgar og hof jöfnuð við jörðu. Maður leitar að ávöxtum hins nýja siðar og finnur ekkert. Þjóðin hefir týnt sjálfri sér og ber þess ömurlegan vott. Enn þá gnæfa hrikalegir tindar Olympos yfir ásum Tempi og Litochoro í allri sinni dýrð. Maður efar það ekki að þar hafi guðir búið, víðsýnir og voldugir guðir, sem hvöttu stórhuga menn til hugdirfðar og stórræða. Maður getur ekki neitað þeirri staðreynd, að fjöllin ólu tápmestu þjóðirnar, og eins hinu, að Egyftar hlóðu pýramída sína sem aflgjafa, af því að land þeirra hafði ekki þegið þá í öndverðu af skaparanum. Hin nýlega háfjallabraut Grikkja er eitt af meiri mannvirkjum heimsins. Maður fer í ca 1000 metra hæð yfir sléttum Thessalíu, ýmist í jarðgöngum, hengiflugi eða kjarrivöxnum hlíðum. Línur og litir fjallanna minna mjög á íslensku fjöllin, dalirnir fölgrænir með dimmblá- um vatnadrögum. Þegar maður nálgast Aþenu, opnast sjóndeildarhringurinn og firðir Grikklands blasa við með sínum ótölulega eyjafjölda, landið verður frjósamara og skógargróðurinn meiri. Langt að sér maður Akropolis og hinar hvítu húsaraðir Aþenu, sem verða hvítari en hvítar, þegar vorsólin hefir sviðið sýpresviðinn svartan og pálmarnir láta blöðin hanga í þurkinum. Aþena er glæsileg borg. Ef maður ber hana saman við enska verksmiðjuborg, þá verður manni líkt og Sigurði, er Hnipnaþi svá at ganga nam guma of fúsom sundr of siþur serkr járnofinn. Iðunn X. 2

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.