Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 24

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 24
18 Guðmundur Einarsson: ÍÐUNN Brynjunni er reyndar ofaukið. — Iðnaður er nauðsyn- legur segjum við, en eg skoða hina ljósu borg sem leifar betri tíma en við lifum nú. Við getum sagt að grásteinn sé fallegur, en mér þykir marmari fallegri; eg elska hvítan marmara, að svo miklu leyti sem hægt er að hafa þau orð um dautt efni. Annars getur marmar- inn orðið lifandi. Eg minnist myndar einnar á Þjóðsafni Grikkja í Aþenu — konulíkneski með öllum fegurðar- einkennum forngrískra kvenna: mjúkar Iínur, fullþroskuð form, hinar fínu beygjur liðanna (sem annars eru helst prófsteinn listamannsins), svo lifandi og mjúkar, að maður gæti trúað myndinni til að rétta manni hendina, hreyf- ing myndarinnar fínleg og frjáls — óhulin — ber vott um sigur andans yfir efninu. Eg elska gamlan marmara, af því hann geymir hinn skæra og hreina hörundslit æskunnar, kaldur og rólegur, til eilífðar, óháður hrörn- uninni. Marmarabjörg og hofarústir Akropolis eru talandi — og bera á sér merki snillingahanda. Að horfa á tvö- faldar raðir af súlum mætast í óbrotnu veggbandi (Ge- simsi) minnir mig á hina takmörkuðu eilífðarþrá. Sterkar og voldugar lyfta súlur Parþenons leifum hins mikla þaks. Það er fróðlegt að athuga, að á gullöldum sínum byssia þjóðirnar á hæðum. Grikkir hafa ekki látið sér nægja að byggja guðum sínum hús á Akropolis, heldur hafa þeir hlaðið hæðina upp og bygt þær voldugustu dyr, sem til eru, við uppganginn. Hinar miklu marmara- tröppur, sem lágu upp að aðaldyrunum, hefir tímans tönn eyðilagt og allar myndastytturnar eru farnar. Fall- byssukúlur og spengingar hafa hjálpað til að leggja hin miklu hof í auðn. Þó hvílir forn helgiblær yfir rústun- um; maður fyllist lotningu og talar lágf. Norðan undir hæðinni eru rústir hinna tveggja risa-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.