Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 26
20
Quðmundur Einarsson:
IÐUNN
vöxnu hringleikhúsa, sem hafa rúmaö þúsundir. Maður
sér glögt móta fyrir hringmynduðum sætaþrepunum, sem
öll eru úr marmara.
Það má halla Aþenu Marmaraborgina. Fjöldi bygg-
inga og minnismerkja er úr marmara og sömuleiðis
göturnar. Háskóli, safnhús, bókasafn, sjúkrahús og bank-
ar eru bygð í þeim gamla stíl, þó hefir tapast mikið
af því volduga, sem einkennir forngrískar byggingar.
íþróttavöllurinn, sem er nýlega bygður, er líka í gamla
stílnum; hann rúmar 90,000 manns og er allur bygður
úr hvítum marmara.
Borgin er glæsileg með öllum sínum pálmalundum
og sýpresröðum, fólkið fjörugt og vel búið. Ef forn-
Grikkir hafa verið stórir, þá hefir þjóðinni farið mikið
aftur á því sviði, því fólkið er mjög smátt og yfirleitt
ekki fallegt; hinn gamli alkunni gríski »prófíll« sést
jafnvel síður þar en annarstaðar. Mér var sagt, að í
Spörtufjöllum væri fólkið stærra, en þangað kom eg ekki.
Til Pireus (hafnarborgar Aþenu) er klukkutíma gangur.
Þar með ströndum eru margir og góðir baðstaðir og
sjórinn þegar í maí 18--20 gráður. í sumarhitunum
flýr fólkið þangað. Maður þarf ekki að vera neinn sund-
garpur til að fljóta í Miðjarðarhafinu, því það er svo
mikið salt í sjónum að maður hálfflýtur án þess að
hreyfa sig.
Það, sem eg sá af nýrri list í Aþenu, hreif mig ekki;
mér virtist það ekki benda á að þjóðin sé því nú vaxin
að taka upp arf forfeðranna; eg hygg að hinn ameríski
verslunarandi sé þar ráðandi.
Leiðin kringum Peloponesos er stórfögur og marg-
breytileg. Maður gæti haldið, að maður væri að fara í
kringum Island, svo ber og formfögur eru fjöllin og
ótölulegur fjöldi af klettóttum eyjum. Stundum fer maður