Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 29

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 29
IÐUNN Ferðasaga um Suðurlönd. 23 bygl minnismerki Viktors Emanuels, veigalítið og stíllaust bákn, sem þjóðin er mjög hreykin af. Mér kom til hugar, þegar eg sá þetta afsprengi hinnar nýju Ítalíu, að fram- tíðarmöguleikar ítala á sviði listarinnar væru litlir, og að svipaðri niðurstöðu komst eg við að skoða nýrri mál- verkasöfn þeirra (að undanteknu safninu í Milano.) Að ætla sér að lýsa Róm í stuttu máli er þýðingar- laust og enn erviðara er að segja sögu borgarinnar í fám dráttum. Það er mikill munur á gladíatorum Colosseums á keis- aratímunum og nútíðar ítala, sem lifir á því að »snuða« útlendinga og eins á Vestu-meyjum og »Bar-dömum« hinnar nýju Rómaborgar. Ferðalangur, sem dvelur í Róm, kemst ekki hjá því að bera fortíð og nútíð borgarinnar saman, það eru svo stórar og greinilegar andstæður. Merkilegustu og sögulegustu menjar frá fyrstu tímum kristninnar eru Katakomburnar, þ. e. a. s. grafhvelfingar kristinna manna frá 1.—3. öld e. Kr. Þar sér maður hvað mögulegt er að gera fyrir trú sína. Á þessum of- sóknartímum, þegar það var lífshætta að taka kristna trú, voru hvelfingarnar gerðar. Oft eru 2—5 hæðir (eða gangar) hver upp af annari meitlaðar út í bergið, gangar þeir og hvelfingar sem fundist hafa hingað til eru um 1000 km. að lengd, venjuleg breidd er um 1 meter og hæðin rúmir 2 m. Grafirnar eru höggnar í veggina til beggja handa, víða eru smá kapellur og ölturu, þar hafa verið sungnar messur og haldnir fundir. Katakomburnar eru skamt frá borginni, norðan til við »Via Appia*. Þegar maður kemur á staðinn sér maður engin ummerki, hógværir munkar leiða mann niður í ríki dauðans og segja hroðalegar sögur, sem hafa gerst fyrir þúsundum ára, og sýna minningartöflur og freskó- málverk í barnalega einföldum en fögrum stíl, rödd

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.