Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 38

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 38
-32 Sigurður Nordal: IÐUNN burðar, að á verk Sigríðar Undset hefur nýlega verið ráðizt harkalega í sænskum blöðum. Samt var enginn í efa um, að hún myndi hafa hlotið bókmentaverðlaun Nobels 1925, ef þau hefði verið veitt, og muni hljóta þau innan skamms. En Kristin Lavransdatter hefur líka selzt í 30—40 þús. eintökum í Svíþjóð og verið hafin til skýjanna af Fredrik Böök. En á hverju voru vonir E. H. Kv. um Nobelsverðlaun reistar? Á hverju ári sendir sænska akademíið fyrirspurnir til stofnana víða um lönd, hvort þær vilji stinga upp á manni til verð- launa. Prófessorinn í íslenzkum fræðum í Kaupmanna- höfn, Valtýr Guðmundsson, fekk eina slíka fyrirspurn. Hann stakk upp á E. H. Kv. Sjálfur vissi hann vel, hve fáar af þessum uppástungum koma til greina. En E. H. Kv. lét halda þessari uppástungu svo mjög á loft, m. a. í dönskum blöðum, þvert ofan í venju annara rit- höfunda, sem eins stendur á fyrir, að það sveið honum sárar en ella myndi, þegar hann kom ekki til álita. En það er ekki sæmandi jafnskynsömum manni, hvað þá heldur postula fyrirgefningarinnar, að láta gremjuna yfir því gönuskeiði bitna á mér. En nú mætti ef til vill ætla, að þetta væri áhrif frá Skírnis-grein minni. Að E. H. Kv. væri farinn að að- hyllast þá skoðun mína, að fyrirgefningunni væri tak- mörk sett, en færi þar feti of langt, eins og oft vill verða, þegar menn skifta um skoðun. Þá ætti mér að þykja vænt um þetta. En það er víst ekki svo vel. Fyrst og fremst segir E. H. Kv., að sér sé ósýnt um að læra af dómum um rit sín, og í öðru lagi hefur hann ekkert slakað á kenningu fyrirgefningarinnar, hvað sem verk- unum líður. Enda mætti finna í þessari litlu Iðunnar- grein (og út fyrir hana dettur mér ekki í hug að fara) önnur dæmi þess, að honum er líka dálítið ósýnt um að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.