Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 40

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 40
34 Sigurður Nordal: IÐUNN að refsingarákvæði bannlaganna eigi meira rétt á sér em t. d. hegningarlaganna? II. Eg hef ekki bent á þessi atriði hér að framan af því, að samkvæmni E. H. Kv. við sjálfan sig eða breytni hans yfirleitt skifti út af fyrir sig miklu máli. Enda hef eg skamt seilzt eftir dæmum. En það hefur atvikazt svo, að um leið og hann sjálfrátt andmælir Skírnis-grein minni, hefur hann ósjálfrátt staðfest aðalatriði hennar. E. H. Kv. hefur andmælt grein minni svo sem eg hefði framar öllu »ófrægt fyrirgefningarhugarfarið« og »gylt hefndarhuginn.« Samkvæmt því skiftir hann bús milli okkar. I minn hlut kemur heiðni og harðýðgi, hann tekur að sjer kristnina og miskunnsemina. Nú er það fjarri mér, að eg vilji nokkuð aftur kalla af því, sem eg sagði um takmörk þau, sem fyrirgefningunni eru sett, og gildi hegningarinnar í grein minni (bls. 148—49). En flestum lesöndum mun þó hafa orðið ljóst, að eg lagði meiri áherzlu á annað atriði. Eftir að hafa minzt á fyrir- gefningar-boðskapinn í sögum E. H. Kv., segi eg: »En nú eru til ýmsar tegundir fyrirgefningar-----------. Sumir fyrirgefa af kærleika, af því að þeir eru heilagir menn. Sumir af tómu þróttleysi og lítilmensku. Það skiftir því mestu máli, á hvaða undirstöðu þessi boðskapur er reist- url) í sögum E. H. Kv.« (bls. 138). Eg sýni síðan fram á, að auk mannúðar og hygginda styðji hann umburðar- lyndi sitt ýmist með því að dreifa allri ábyrgð og gera hana marklausa, eða með því að kenna, að alt lífið sé barnaleikur og hégómi. Niðurstaðan er »vorkunnsemi — — — þar sem kærleikurinn kann að vera uppistaðan, en kæruleysi er áreiðanlega ívafið« (bls. 144). 1) Auðkenl hér.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.