Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Síða 41

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Síða 41
IDUNN Heilindi. 35 E. H. Kv. reynir að réttlæta sjónarmið fóstrunnar í Marjas, að allar okkar áhyggjur og sorgir og móðganir og reiði sé ekki annað en skuggar af hrófatildri heimsk- unnar, barnslegur hégómi. Hann segir: »Eg held ekki, að sá maður sé til, sem kominn er á efri ár og nokk- ura verulega lífsreynslu hefur fengið, og ekki hefur veitt því eftirtekt, að það, sem menn hafa talið sitt þyngsta böl, hefur stundum orðið þeirra mesta gæfa« (bls. 247). Þetta er líklega það, sem E. H. Kv. vill láta kalla »djúp- hugsað*! M. ö o.: af því að örðugleikar vorir og sorgir einatt snúast oss til þroska, eru þær tómur hégómi. En myndi þær verða oss til þroska, ef vér meðan þær standa yfir sífelt lítum á þær sem hégóma? Eg hef svarað þessu í Skírnis-grein minni (bls. 147), og E. H. Kv. hefur ekki haggað við neinu í því svari. Ef þessi ritdeila okkar gæti skýrt þetta atriði fyrir einhverjum ungum manni, þá væri hún ekki til einskis háð. Því að um það skiftast leiðir með mönnum, framar öllu öðru, hvort þeir vilja lifa þessu jarðlífi af heilum huga, taka reynslu þess af fullri alvöru meðan hún stendur yfir, eða þeir vilja láta hugsun sína smjúga úr höndum þessarar reynslu og þurka út and- stæðurnar með því að horfa á alt frá einhverjum æðra sjónarhól, sem þeir muni komast upp á löngu seinna. Lífið verður að vísu þægilegra með þessu móti, en þá er eg illa svikinn, ef vér erum settir hingað til þess arna. »Lífið er hvorki til þess að gamna sér við né barma sér yfir; það er alvarlegt mál, sem oss hefur verið trúað fyrir, og vér eigum að leiða sómasamlega til lykta« (Toc- queville). E. H. Kv. segist ekki hafa fundið þetta æðra sjónar- mið upp. Nei, það er nú eitthvað annað. Sú kenning, að sorgir og barátta þessa lífs sé í raunTog veru tóm markleysa, en geti orðið oss skemtileg kvikmyndasýn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.