Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 42
36
Sigurður Nordal:
IÐUNN
ing, ef vér kunnum að lyfta oss upp yfir þær, má heita
undirstöðuatriði í hnignunarbókmentum síðustu 50 ára,
svo að ekki sé farið lengra aftur. Georg Brandes myndi
segja (eins og fóstran í Marjas segir til vara), að þetta
líf sé hégómi, af því að ekkert taki við nema gröfin.
E. H. Kv. segir, að það sé hégómi, af því að annað
æðra tilverustig taki við. Spjátrungurinn í Hneykslinu
eftir Otto Benzon segir, að afglöp sín sé hreinustu smá-
munir, þegar maður hugsi um, að það sé 20 miljónir
mílna til sólarinnar. Röksemdirnar geta verið margvís-
legar, en niðurstaðan er sú sama og sálarfræðilegu or-
sakirnar þær sömu: ofvöxtur hugsanalífsins, íhyglinnar, á
kostnað vilja og tilfinninga, — þæginda-þörfin, sem verður
þroska-þörfinni yfirsterkari.
Og það nær ekki nokkurri átt að kalla þetta »aðal-
kjarnann í öllum hinum háleitari trúarbrögðum veraldar-
innar«, eins og E. H. Kv. gerir. Þó að finna megi
slíkar hugsanir á víð og dreif í safnriti eins og Biblí-
unni, t. d. í Prédikaranum eða bréfum Páls, þá sannar
það lítið. Kristnin hefur jafnan lagt geysimikla áherzlu,
oft meira að segja hóflausa áherzlu á það, hve alvarlegt
og ábyrgðarmikið þetta jarðlíf vort væri. Trúarbrögðin
hafa yfirleitt lagt sem mestar hágöngur boðs og banns
á veg mannanna, til þess að þeim yxi brekkumegin við
að klífa þær. Ein af slíkum torfærum er fyrirgefningin
í kenningu Krists. E. H. Kv. viðurkennir, að hún sé
»örðugasta siðferðiskrafan«. En það er undir stefnu
hennar komið. Kristur heimtar fyrirgefningu, sem reist
er á sjálfsafneitun, heimtar hana sem beizka skyldu, hótar
þeim hegningu, sem út af bregða. Sú fyrirgefning er öll
á brekkuna. \)ér verðum að viðurkenna, að hún sé fá-
um gefin og dáumst að henni, þegar vér kynnumst henni.
Hún getur að vísu ekki þurkað út sekt þess seka, en