Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Qupperneq 43
ÍÐUNN
Heilindi.
37
hún getur kastað Ijósgeisla kærleikans inn í myrkrin til
hans og bent honum í rétta stefnu. Og hún er altaf sið-
ferðislegt afrek þess, sem veitir hana af heilum huga.
011 andmæli gegn henni hlyti að vera magnlaus. En það
er til önnur fyrirgefning, sem stefnir undan brekkunni.
Hún leggur áherzlu á þægindin við að fyrirgefa, vinnur
sér fyrirgefninguna létt með því að gera sökina að hé-
góma, grauta saman réttu og röngu. Það er fyrirgefning,
sem kostar ekki mikið, ryður torfæru úr vegi elskanda,
sem vilja njótast o. s. frv. Það er »yndislega fyrirgefn-
ingin«, sem E. H. Kv. talar um, ein af munaðarvörum
nútímans.
E. H. Kv. vill ekki viðurkenna, að stefna sín í þessu
efni sé í neinu frábrugðin stefnu Krists. Hann snýr at-
hugasemdum mínum við lífsskoðun sína upp í árás á
kenningu Krists. Hann gerir hans kröfur að sínum kröf-
um. En sér grefur gröf, þó grafi. Samtímis því að hann
mælir máli fyrirgefningarinnar, breytir hann á móti anda
hennar á hverri blaðsíðu greinar sinnar. Eg efast ekki
um, að hann hafi gjarnan viljað fyrirgefa mér aðfinsl-
urnar að verkum sínum, viljað benda mér á veilurnar í
lífsskoðun minni í fullu bróðerni. En til þess þurfti dá-
litla sjálfsafneitun. Og þegar til hennar kom, skriðnaði
grundvöllurinn undan miskunnseminni. Þetta var alveg
eins og við mátti búast fyrirfram.
En hvernig getur maður gerzt svo djarfur að skrifa
lofgjörð um mildi og mannúð og vera í sömu greininni
fullur úlfúðar og hefndarhugar fyrir lítilfjörlegar og jafn-
vel ímyndaðar mótgjörðir? Hvernig getur jafnskýr maður
og E. H. Kv. látið sér koma til hugar, að almenningur
glæpist á slíkri málsvörn?
Svarið er einfalt, og eg ber það fram, þó að E. H.
Kv. kunni að kalla það »falsaða sanngirni«. Alt þjóðfé-