Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Síða 44
38
Sigurður Nordal:
IÐUNN
lag vort, líf nútímamanna yfirleitt, er gagnsýrt af sömu
óheilindunum og grein hans. Menn kunna ósköpin öll af
siðferðiskröfum og heilræðum, sem eru ekki annað en
dauð heilafylli. Siðferðisuppeldið vantar, kröfurnar til
samkvæmni eru látnar sitja á hakanum, breytnin er
»fyrirgefin«. Framfarir nútímans hafa ekki stefnt að
skapstyrk og hreinlyndi. Menn hafa mannúðarkröfur
Hrists á lofti, en gleyma því, að hann örvænti einmitt
helzt um sálarheill hræsnaranna, allra manna.
E. H. Kv. vill ekki viðurkenna, að frelsi, mannúð og
skilningi geti verið nein takmörk sett. Hann vill ekki
skilja, að frelsið geti orðið afskræming af sjálfu sér, leitt
af sér stjórnleysi og óskapnað. Eg hef viðurkent og
þakkað það, sem gott var hjá þeim kynslóðum, sem
mest hafa losað um böndin og herjað á hleypidómana.
Eg skil vel, að það var fagnaðarerindi þeim mönnum,
sem aldir voru upp í hörku og þröngsýni. En það er
ekki fagnaðarerindi þeirri kynslóð, sem framar öllu
skortir fótfestu. Einhversstaðar verður að nema staðar,
öll siðmenning heimtar skefjar, takmarkanir: Margir spá
því að vísu, að héðan af verði ekki staðar numið fyrr
en hin vestræna siðmenning sé liðin undir lok. En varla
er að búast við, að það gangi baráttulaust. E. H. Kv.
hefur ekkert annað en hnjóðsyrði að bjóða þeim mönn-
um, sem vilja koma meira skipulagi á nútímalífið. Hann
segir, að ef stefna eigi burt frá frelsinu, myndi lífið í
sínum augum verða að samfeldri andstygð. Margir ungir
menn munu geta kveðið líkt að orði um lífið, eins og
það er að verða og mun verða, ef það stefnir sífelt í
»frelsis«-horfið. Þá væmir við þeirri menningarstefnu,
sem breiðir dýnu efnalegs velfarnaðar og kæruleysis-
þæginda yfir örbirgð og óheilindi siðferðis-lífsins. Þeir